Heyrið metal útgáfuna af Hear them calling Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. maí 2016 15:42 Þeir leyniaðdáendur Eurovision sem elskuðu Lordi og óska þess helst að öll lögin séu ögn þyngri á rokkkantinum geta nú prísað sig sæla. Nú er búið að gera sérstaka metal útgáfu af framlagi okkar Íslendinga Hear the calling sem Gréta Salóme flytur í undankeppninni í Svíþjóð í kvöld. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Það var tónlistarvefurinn Albumm.is sem greindi fyrst frá þessu. „Þetta byrjaði þegar Gréta fór í fyrra skiptið í Eurovision, þá ákvaðum við að þetta ætti að vera meira rokk en er. Við gerðum þetta bara upp á grínið en svo varð þetta bara að hefð og við höfum haldið henni síðustu þrjú ár. Þetta er okkar litla Eurovision stemning,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson sem stendur á bakvið metal útgáfu lagsins ásamt félaga sínum Inga Þórissyni. Þeir félagar voru áður saman í glysrokksveitinni Daimond Thunder.Erfið forkeppniEn hvað segja metalhausar um gengi íslenska lagsins í ár? „Þetta er erfitt í ár þar sem það er bara ein önnur norræn þjóð með okkur riðlinum þannig að þetta gæti orðið erfitt núna. Ég held að okkur muni ganga betur í úrslitunum ef við komumst þangað. Við vonum það besta“ Hér fyrir neðan má svo heyra metal útgáfu Never forget sem Gréta Salóme flutti ásamt Jónsa í Eurovision árið 2012. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Tónninn og textinn með Gretu Salóme en hraðinn vinnur þó á móti henni Rýnt í Eurovision-framlag Íslendinga og möguleika þess í ljósi skemmtilegra staðreynda. 10. maí 2016 14:08 Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30 Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þeir leyniaðdáendur Eurovision sem elskuðu Lordi og óska þess helst að öll lögin séu ögn þyngri á rokkkantinum geta nú prísað sig sæla. Nú er búið að gera sérstaka metal útgáfu af framlagi okkar Íslendinga Hear the calling sem Gréta Salóme flytur í undankeppninni í Svíþjóð í kvöld. Myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Það var tónlistarvefurinn Albumm.is sem greindi fyrst frá þessu. „Þetta byrjaði þegar Gréta fór í fyrra skiptið í Eurovision, þá ákvaðum við að þetta ætti að vera meira rokk en er. Við gerðum þetta bara upp á grínið en svo varð þetta bara að hefð og við höfum haldið henni síðustu þrjú ár. Þetta er okkar litla Eurovision stemning,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson sem stendur á bakvið metal útgáfu lagsins ásamt félaga sínum Inga Þórissyni. Þeir félagar voru áður saman í glysrokksveitinni Daimond Thunder.Erfið forkeppniEn hvað segja metalhausar um gengi íslenska lagsins í ár? „Þetta er erfitt í ár þar sem það er bara ein önnur norræn þjóð með okkur riðlinum þannig að þetta gæti orðið erfitt núna. Ég held að okkur muni ganga betur í úrslitunum ef við komumst þangað. Við vonum það besta“ Hér fyrir neðan má svo heyra metal útgáfu Never forget sem Gréta Salóme flutti ásamt Jónsa í Eurovision árið 2012.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Tónninn og textinn með Gretu Salóme en hraðinn vinnur þó á móti henni Rýnt í Eurovision-framlag Íslendinga og möguleika þess í ljósi skemmtilegra staðreynda. 10. maí 2016 14:08 Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30 Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónninn og textinn með Gretu Salóme en hraðinn vinnur þó á móti henni Rýnt í Eurovision-framlag Íslendinga og möguleika þess í ljósi skemmtilegra staðreynda. 10. maí 2016 14:08
Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30
Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30