Þetta er að verða alveg gríðarlega fallegt skrímsli Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2016 10:00 Hallveig Rúnarsdóttir og Erpur Eyvindarson eru á meðal höfunda og flytjenda að dagskránni Mistakasaga mannkyns á Listahátíð i næstu viku. Visir/Vilhelm Það dálítið óvenjuleg samsetning hóps listamanna sem stendur á bak við viðburðinn Mistakasaga mannkyns næsta fimmtudagskvöld á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Það eru tónlistarmennirnir Erpur Eyvindarson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson og Bjarni Frímann Bjarnason sem ráðast í þetta viðamikla verk. Hallveig tekur ekki fyrir að þau komi úr frekar ólíkum áttum en upphafið að samstarfinu megi líka einmitt rekja til Berlínar sem er að sönnu borg fjölbreytileikans og mikill suðupottur í menningu um þessar mundir.Upphafið í klámvísu „Það var eiginlega Bjarki Karlsson íslenskufræðingur sem leiddi okkur saman á sínum tíma. Í síðustu bók Bjarka er að finna kvæði sem kallast Grettisfærsla og er gömul klámvísa sem munkar skrifuðu inn á eitt handritið af Grettissögu. Bjarki fékk Erp til þess að endurgera þetta því kvæðið var eyðilagt að hluta við siðaskiptin því þá voru menn svo siðsamir. Svo fékk Bjarki mig til þess að flytja þetta og Hilmar Örn til þess að gera taktinn undir. Þetta fluttum við svo í Berlín og þá bættum við Bjarna Frímanni í liðið, gerðum úr þessu tónleika og skemmtum okkur gríðarlega vel. Svo vorum við einhvern veginn orðnir svo miklir vinir að við máttum til með að stækka verkefnið svo ákváðum að tala við Listahátíð og þar var okkur svo vel tekið að það varð ekki aftur snúið.Skemmtilegt vandamál Við förum mjög víða í yfirferð okkar um mistakasögu mannkyns enda lærir mannkynið aldrei og gerir alltaf sömu mistökin aftur og aftur. En auðvitað kemur þetta allt út frá græðgi þegar nánar er skoðað, því græðgin er undirrót alls ills. Valdafíknar, trúarofstækis og hvers sem er þar sem einhver vill ráða yfir öðrum og beita til þess öllum mögulegum og ómögulegum aðferðum. Við segjum þessa sögu í töluðu máli og tónlist þar sem tónlistin er allt frá harðasta rappi yfir í háklassík og allt þar á milli. En við erum líka að leika okkur aðeins með formin og fikta í hlutunum. Ég er t.d. að syngja Rúdolf með Þeysurunum í óperudívuútgáfu og við förum með þetta svona í allar áttir. Svo erum við líka með spilara og grafíkera úr Listaháskólanum sem er í samstarfi við okkur svo þetta verður bara magnað. Þetta skrímsli er að verða gríðarlega fallegt skrímsli enda eru þetta þvílíkir snillingar sem ég er að vinna með. Vandinn hefur helst verið að á meðan við erum að þróa þetta verkefni þá kemur á sama tíma hver fréttin á fætur annarri með endalausum skandölum til þess að vinna úr. Þetta er gríðarleg skemmtilegt vandamál þó svo þetta sé ekki gæfulegt fyrir samfélagið.“Merkilegasta landið Hallveig segir að þau fari þá leið að tengja allt við Ísland. „Við erum alltaf að fara inn í þetta út frá Íslandi nútímans því að þetta er pólitískt ádeiluverk. Það er ekki annað hægt en að mynda þessa tengingu út frá öllu því sem hér hefur gengið á og það er því útgangspunkturinn. Við byrjum út frá fyrirlestri stórskrítins prófessors sem reiknaði hnit út frá píramídunum í Egyptalandi þar sem öll hnit vísuðu til Íslands og þetta hlyti því að vera merkilegasta land í heimi. Við tökum þennan fyrirlestur og fléttum saman við hina frægu You ain’t seen nothing yet-ræðu Ólafs Ragnars. En við förum reyndar um víðan völl allt frá upphafi mannsins til Íslands nútímans. Þannig að þetta er mikið ferðalag þar sem er stiklað á stóru og ég held að við eigum öll eftir að skemmta okkur vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það dálítið óvenjuleg samsetning hóps listamanna sem stendur á bak við viðburðinn Mistakasaga mannkyns næsta fimmtudagskvöld á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Það eru tónlistarmennirnir Erpur Eyvindarson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson og Bjarni Frímann Bjarnason sem ráðast í þetta viðamikla verk. Hallveig tekur ekki fyrir að þau komi úr frekar ólíkum áttum en upphafið að samstarfinu megi líka einmitt rekja til Berlínar sem er að sönnu borg fjölbreytileikans og mikill suðupottur í menningu um þessar mundir.Upphafið í klámvísu „Það var eiginlega Bjarki Karlsson íslenskufræðingur sem leiddi okkur saman á sínum tíma. Í síðustu bók Bjarka er að finna kvæði sem kallast Grettisfærsla og er gömul klámvísa sem munkar skrifuðu inn á eitt handritið af Grettissögu. Bjarki fékk Erp til þess að endurgera þetta því kvæðið var eyðilagt að hluta við siðaskiptin því þá voru menn svo siðsamir. Svo fékk Bjarki mig til þess að flytja þetta og Hilmar Örn til þess að gera taktinn undir. Þetta fluttum við svo í Berlín og þá bættum við Bjarna Frímanni í liðið, gerðum úr þessu tónleika og skemmtum okkur gríðarlega vel. Svo vorum við einhvern veginn orðnir svo miklir vinir að við máttum til með að stækka verkefnið svo ákváðum að tala við Listahátíð og þar var okkur svo vel tekið að það varð ekki aftur snúið.Skemmtilegt vandamál Við förum mjög víða í yfirferð okkar um mistakasögu mannkyns enda lærir mannkynið aldrei og gerir alltaf sömu mistökin aftur og aftur. En auðvitað kemur þetta allt út frá græðgi þegar nánar er skoðað, því græðgin er undirrót alls ills. Valdafíknar, trúarofstækis og hvers sem er þar sem einhver vill ráða yfir öðrum og beita til þess öllum mögulegum og ómögulegum aðferðum. Við segjum þessa sögu í töluðu máli og tónlist þar sem tónlistin er allt frá harðasta rappi yfir í háklassík og allt þar á milli. En við erum líka að leika okkur aðeins með formin og fikta í hlutunum. Ég er t.d. að syngja Rúdolf með Þeysurunum í óperudívuútgáfu og við förum með þetta svona í allar áttir. Svo erum við líka með spilara og grafíkera úr Listaháskólanum sem er í samstarfi við okkur svo þetta verður bara magnað. Þetta skrímsli er að verða gríðarlega fallegt skrímsli enda eru þetta þvílíkir snillingar sem ég er að vinna með. Vandinn hefur helst verið að á meðan við erum að þróa þetta verkefni þá kemur á sama tíma hver fréttin á fætur annarri með endalausum skandölum til þess að vinna úr. Þetta er gríðarleg skemmtilegt vandamál þó svo þetta sé ekki gæfulegt fyrir samfélagið.“Merkilegasta landið Hallveig segir að þau fari þá leið að tengja allt við Ísland. „Við erum alltaf að fara inn í þetta út frá Íslandi nútímans því að þetta er pólitískt ádeiluverk. Það er ekki annað hægt en að mynda þessa tengingu út frá öllu því sem hér hefur gengið á og það er því útgangspunkturinn. Við byrjum út frá fyrirlestri stórskrítins prófessors sem reiknaði hnit út frá píramídunum í Egyptalandi þar sem öll hnit vísuðu til Íslands og þetta hlyti því að vera merkilegasta land í heimi. Við tökum þennan fyrirlestur og fléttum saman við hina frægu You ain’t seen nothing yet-ræðu Ólafs Ragnars. En við förum reyndar um víðan völl allt frá upphafi mannsins til Íslands nútímans. Þannig að þetta er mikið ferðalag þar sem er stiklað á stóru og ég held að við eigum öll eftir að skemmta okkur vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira