Quarashi frumfluttu nýtt lag í Harmageddon Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. maí 2016 16:08 Quarashi í skýjunum. Myndin var tekin við tökur á myndbandi við nýja lagið sem væntanlegt er á mánudag. Vísir/Quarashi Hljómsveitin Quarashi frumflutti splunkunýtt lag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í dag. Þetta er fyrsta lagið sem Höskuldur Ólafsson rappar í með sveitinni síðan hann hætti í hljómsveitinni í árið 2003. Lagið heitir Chicago og í því koma í fyrsta sinn allir rapparar sveitarinnar fram. Þar má því ekki bara heyra nýjar rímur frá Hössa heldur einnig Egil „Tiny“, Ómari Súarez og Steina Fjeldsted en hér áður fyrr náðu þeir því aldrei að vera allir í sveitinni á sama tíma og verið var að vinna nýja tónlist. Þeir Sölvi Blöndal og Steinar Fjeldsted mættu í viðtal í Harmageddon en Quarashi kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum til þess að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Í viðtalinu greindu þeir frá því að sveitin væri að vinna að nýju efni fyrir utan þetta eina nýja lag. Þar ræddu þeir hvernig liðsmenn hafa breyst og þroskast á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið „Þegar við byrjuðum var Davíð Oddsson ennþá forsætisráðherra,“ sagði Sölvi meðal annars í gríni. Steini greindi frá því að í dag væri hann alveg hættur að taka eiturlyf en hann hefur rekið menningarsíðuna Albumm.is með góðum árangri. Búið er að skjóta myndband við Chicago sem verður frumsýnt eftir helgi. Heyra má nýja lagið í klippu úr Harmageddon hér að ofan en lagið byrjar í kringum 9:25, eða eftir að viðtalinu við Sölva og Steina lýkur. Tónlist Tengdar fréttir Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00 Ómar Quarashi gabbaði vini sína Tilkynnti á Facebook að út væri komin fyrsta sóló breiðskífa sín og hvatti alla að hlaupa út í plötubúð. 1. apríl 2016 15:00 Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Quarashi frumflutti splunkunýtt lag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í dag. Þetta er fyrsta lagið sem Höskuldur Ólafsson rappar í með sveitinni síðan hann hætti í hljómsveitinni í árið 2003. Lagið heitir Chicago og í því koma í fyrsta sinn allir rapparar sveitarinnar fram. Þar má því ekki bara heyra nýjar rímur frá Hössa heldur einnig Egil „Tiny“, Ómari Súarez og Steina Fjeldsted en hér áður fyrr náðu þeir því aldrei að vera allir í sveitinni á sama tíma og verið var að vinna nýja tónlist. Þeir Sölvi Blöndal og Steinar Fjeldsted mættu í viðtal í Harmageddon en Quarashi kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum til þess að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar. Í viðtalinu greindu þeir frá því að sveitin væri að vinna að nýju efni fyrir utan þetta eina nýja lag. Þar ræddu þeir hvernig liðsmenn hafa breyst og þroskast á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið „Þegar við byrjuðum var Davíð Oddsson ennþá forsætisráðherra,“ sagði Sölvi meðal annars í gríni. Steini greindi frá því að í dag væri hann alveg hættur að taka eiturlyf en hann hefur rekið menningarsíðuna Albumm.is með góðum árangri. Búið er að skjóta myndband við Chicago sem verður frumsýnt eftir helgi. Heyra má nýja lagið í klippu úr Harmageddon hér að ofan en lagið byrjar í kringum 9:25, eða eftir að viðtalinu við Sölva og Steina lýkur.
Tónlist Tengdar fréttir Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00 Ómar Quarashi gabbaði vini sína Tilkynnti á Facebook að út væri komin fyrsta sóló breiðskífa sín og hvatti alla að hlaupa út í plötubúð. 1. apríl 2016 15:00 Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Quarashi endurtekur leikinn í dalnum Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 22. mars 2016 06:00
Ómar Quarashi gabbaði vini sína Tilkynnti á Facebook að út væri komin fyrsta sóló breiðskífa sín og hvatti alla að hlaupa út í plötubúð. 1. apríl 2016 15:00
Gera hlutina ávallt eftir sínu höfði Hljómsveitin Quarashi er 20 ára á þessu ári og er með ýmislegt planað til að fagna þeim tímamótum. Sveitin er í tökum á stóru myndbandi við nýtt lag, spilar á Þjóðhátíð og hefur verið að laumast í hljóðverið til að taka upp ný lög. 11. maí 2016 10:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp