Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Valur 2-1 | KR setti pressuna á Val Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. maí 2016 23:00 KR náði loksins að hafa betur gegn Ólafi Jóhannessyni, en KR vann Val í Vesturbænum í kvöld 2-1 með mörkum frá Óskari Erni Haukssyni og Denis Fazlagic. Óskar Örn kom KR eftir aukaspyrnu á 35. mínútu leiksins sem Anton Ari Einarsson hefði átt að verja. Staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik tvöfaldaði Denis Fazlagic forystuna og KR virtust vera að sigla sigrinum örugglega í höfn. Valsmenn náðu að minnka muninn í uppbótartíma með marki frá Hauki Páli Sigurðssyni, en nær komst liðið ekki. Lokatölur 2-1. KR er með níu stig í sjötta sæti Pepsí deildarinnar en Valsmenn eru dottnir niður í níunda sætið með sjö stig eftir sex umferðir Mörkin úr leiknum má sjá í fréttinni; KR-mörkin í sjónvarpsglugganum hér að neðan og Valsmarkið hér að neðan.Af hverju vann KR? KR lék einfaldlega mun betur í kvöld. Munurinn á liðunum í fyrri hálfleik var ekki svo mikill. Valsmenn áttu skot í stöng en snilli Óskars Arnar eftir aukaspyrnu skildi á milli í hálfleik. KR-ingar komu mun öflugri út í seinni hálfleikin og juku fljótt forystu sína. Liðið lék beinskeyttan fótbolta og var forystan verðskulduð. Mikil pressa var á KR fyrir leikinn en liðið varðist mjög vel og gaf fá færi á sér þó sóknir Vals þyngdust undir lokin. Þó Valur hafi minnkað muninn í uppbótartíma var sigurinn í raun aldrei í hættu hjá KR.Þessir stóðu upp úr Miðvarðarparið hjá KR er í sérflokki. Skúli Jón Friðgeirsson og Indriði Sigurðsson ráða við flestar stöður sem þeir lenda í og léku þeir félagar mjög vel í leiknum. Morten Beck í hægri bakverðinum hjá KR skilaði einnig góðu dagsverki. Reyndar áttu flestir leikmenn KR mjög góðan leik. Þó verður að nefna Finn Orra Margeirsson á miðjunni, Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic sem skoraði stórbrotið mark. Hjá Val voru færri sem náðu að láta ljós sitt skína. Haukur Páll Sigurðsson skoraði gott mark og var að vanda öflugur í loftinu þó Valur hafi tapað baráttunni á miðjunni.Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að skapa sér færi. Fyrir utan eina góða sókn í fyrri hálfleik þegar Stefán Logi Magnússon varði vel áður en Sigurður Egill skaut í stöng ógnaði liðið marki KR af litlum móð þar til Haukur Páll skoraði í lokin. Valur náði helst að ógna vörn KR á vinstri vængnum en með andlausan Nikolaj Hansen frammi og enga ógnun frá hægri var auðvelt fyrir öfluga vörn KR að eiga við sókn Vals. Anton Ari Einarsson markvörður Vals átti einnig í vandræðum í leiknum. Hann vildi án nokkurs gera betur í markinu sem Óskar Örn skoraði en að auki átti hann oft í vandræðum með að grípa boltann sem varð til þess að óöryggi smitaðist út í vörn liðsins.Hvað gerist næst? Nú er Valur kominn í þá sömu stöðu og KR var fyrir leikinn í kvöld. Valur er í 9. sæti og verður að sigra næsta leik sem er gegn Stjörnunni sunnudaginn 5. júní. Valur ætlaði sér mikið á leiktíðinni en þrjú töp í sex fyrstu leikjunum er ekki það sem Ólafur Jóhannesson og lið hans ætlaði sér fyrir mót. Einn sigur getur skipt miklu fyrir ásýnd liða og er KR komið í 6. sæti sem dugir liðinu skammt en aðeins tvö stig eru í toppinn þó fjögur af fimm liðunum fyrir ofan KR eigi leik til góða. KR mætir ÍBV á laugardaginn í Vestmannaeyjum og eiga þar möguleika á að færast enn nær toppliðunum með sigri þar þó enginn eigi vísan sigur gegn ÍBV í sumar.Indriði: Alltaf á milli tannanna hjá fólki „Maður þarf alltaf á sigri að halda og þetta var kærkomið. Sanngjarn sigur fannst mér,“ sagði Indriði Sigurðsson fyrirliði KR eftir sigurinn á Val í kvöld. „Það er alltaf pressa í Vesturbænum. Þó við séum efstir, neðstir eða um miðja deild þá erum við á milli tannanna hjá fólki sem er ekki í kringum félagið. Það er hluti af þessu en það er mikið skemmtilegra að spila undir pressu heldur en að spila fyrir ekki neitt. „Við tökum pressuna og nýttum okkur hana hér í kvöld,“ sagði Indriði en KR lék vel í leiknum og vann verðskuldaðan sigur. „Ég held að allir hafi séð að við unnum sem ein heild og vorum sem lið. Mér finnst við hafa gert það upp á síðkastið en hlutirnir ekki fallið með okkur.“ Þó umræðan hafi verið óvægin úti í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þá segir Indriði að KR-ingar hafi ekki verið farnir á taugum. „Við vorum alveg rólegir. Við vitum hvernig við höfum staðið okkur í leikjunum upp á síðkastið og höfum verið að stjórna þessum leikjum og verið betri aðilinn í flestum leikja þó við höfum ekki fengið þau stig sem við vildum. „Það er betra flæði í spilinu okkar og takturinn er að batna. Þetta er allt á réttri leið og við vissum það en fólk fer fljótt að tala og þá fara sumir fyrr á taugum en aðrir. Við erum rólegir inn á við,“ sagði Indriði sem er þó alveg á jörðinni og meðvitaður um að það er stutt í næsta leik. „Þetta er bara einn leikur og það er leikur aftur á laugardaginn (við ÍBV í Vestmannaeyjum) og þetta er fljótt að gerast og mótið er stutt. Við þurfum að halda áfram.“Haukur Páll: Gáfum þeim of mikið pláss og tíma „Kannski er það komið inn í hausinn á okkur að vellirnir séu lélegir. Við erum á gervigrasi sem er spegilslétt en við höfum spilað á svona völlum í gegnum árin. Hann er ekki frábær en KR gat spilað á honum,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson í leit að útskýringu á slakri frammistöðu Vals í kvöld. „Við áttum í erfiðleikum. Þeir settu pressu á okkur en við sköpuðum samt ágæt upphlaup á þá en síðasta sendingin klikkaði hjá okkur. „Við erum of langt frá þeim og gefum þeim of mikinn tíma á boltann. Það ætluðum við ekki að gera og þá er KR frábært lið. Það finnst mér aðalatriðið í leiknum,“ sagði Haukur Páll sem hefur engar áhyggjur af því þó Valur sé í 9. sæti Pepsí deildarinnar með aðeins 7 stig eftir 6 leiki. „Ég skoða töfluna ekkert núna. Þetta er einn pakki bæði uppi og niðri og við höldum bara áfram.“Valur minnkar muninn: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
KR náði loksins að hafa betur gegn Ólafi Jóhannessyni, en KR vann Val í Vesturbænum í kvöld 2-1 með mörkum frá Óskari Erni Haukssyni og Denis Fazlagic. Óskar Örn kom KR eftir aukaspyrnu á 35. mínútu leiksins sem Anton Ari Einarsson hefði átt að verja. Staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik tvöfaldaði Denis Fazlagic forystuna og KR virtust vera að sigla sigrinum örugglega í höfn. Valsmenn náðu að minnka muninn í uppbótartíma með marki frá Hauki Páli Sigurðssyni, en nær komst liðið ekki. Lokatölur 2-1. KR er með níu stig í sjötta sæti Pepsí deildarinnar en Valsmenn eru dottnir niður í níunda sætið með sjö stig eftir sex umferðir Mörkin úr leiknum má sjá í fréttinni; KR-mörkin í sjónvarpsglugganum hér að neðan og Valsmarkið hér að neðan.Af hverju vann KR? KR lék einfaldlega mun betur í kvöld. Munurinn á liðunum í fyrri hálfleik var ekki svo mikill. Valsmenn áttu skot í stöng en snilli Óskars Arnar eftir aukaspyrnu skildi á milli í hálfleik. KR-ingar komu mun öflugri út í seinni hálfleikin og juku fljótt forystu sína. Liðið lék beinskeyttan fótbolta og var forystan verðskulduð. Mikil pressa var á KR fyrir leikinn en liðið varðist mjög vel og gaf fá færi á sér þó sóknir Vals þyngdust undir lokin. Þó Valur hafi minnkað muninn í uppbótartíma var sigurinn í raun aldrei í hættu hjá KR.Þessir stóðu upp úr Miðvarðarparið hjá KR er í sérflokki. Skúli Jón Friðgeirsson og Indriði Sigurðsson ráða við flestar stöður sem þeir lenda í og léku þeir félagar mjög vel í leiknum. Morten Beck í hægri bakverðinum hjá KR skilaði einnig góðu dagsverki. Reyndar áttu flestir leikmenn KR mjög góðan leik. Þó verður að nefna Finn Orra Margeirsson á miðjunni, Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic sem skoraði stórbrotið mark. Hjá Val voru færri sem náðu að láta ljós sitt skína. Haukur Páll Sigurðsson skoraði gott mark og var að vanda öflugur í loftinu þó Valur hafi tapað baráttunni á miðjunni.Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að skapa sér færi. Fyrir utan eina góða sókn í fyrri hálfleik þegar Stefán Logi Magnússon varði vel áður en Sigurður Egill skaut í stöng ógnaði liðið marki KR af litlum móð þar til Haukur Páll skoraði í lokin. Valur náði helst að ógna vörn KR á vinstri vængnum en með andlausan Nikolaj Hansen frammi og enga ógnun frá hægri var auðvelt fyrir öfluga vörn KR að eiga við sókn Vals. Anton Ari Einarsson markvörður Vals átti einnig í vandræðum í leiknum. Hann vildi án nokkurs gera betur í markinu sem Óskar Örn skoraði en að auki átti hann oft í vandræðum með að grípa boltann sem varð til þess að óöryggi smitaðist út í vörn liðsins.Hvað gerist næst? Nú er Valur kominn í þá sömu stöðu og KR var fyrir leikinn í kvöld. Valur er í 9. sæti og verður að sigra næsta leik sem er gegn Stjörnunni sunnudaginn 5. júní. Valur ætlaði sér mikið á leiktíðinni en þrjú töp í sex fyrstu leikjunum er ekki það sem Ólafur Jóhannesson og lið hans ætlaði sér fyrir mót. Einn sigur getur skipt miklu fyrir ásýnd liða og er KR komið í 6. sæti sem dugir liðinu skammt en aðeins tvö stig eru í toppinn þó fjögur af fimm liðunum fyrir ofan KR eigi leik til góða. KR mætir ÍBV á laugardaginn í Vestmannaeyjum og eiga þar möguleika á að færast enn nær toppliðunum með sigri þar þó enginn eigi vísan sigur gegn ÍBV í sumar.Indriði: Alltaf á milli tannanna hjá fólki „Maður þarf alltaf á sigri að halda og þetta var kærkomið. Sanngjarn sigur fannst mér,“ sagði Indriði Sigurðsson fyrirliði KR eftir sigurinn á Val í kvöld. „Það er alltaf pressa í Vesturbænum. Þó við séum efstir, neðstir eða um miðja deild þá erum við á milli tannanna hjá fólki sem er ekki í kringum félagið. Það er hluti af þessu en það er mikið skemmtilegra að spila undir pressu heldur en að spila fyrir ekki neitt. „Við tökum pressuna og nýttum okkur hana hér í kvöld,“ sagði Indriði en KR lék vel í leiknum og vann verðskuldaðan sigur. „Ég held að allir hafi séð að við unnum sem ein heild og vorum sem lið. Mér finnst við hafa gert það upp á síðkastið en hlutirnir ekki fallið með okkur.“ Þó umræðan hafi verið óvægin úti í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þá segir Indriði að KR-ingar hafi ekki verið farnir á taugum. „Við vorum alveg rólegir. Við vitum hvernig við höfum staðið okkur í leikjunum upp á síðkastið og höfum verið að stjórna þessum leikjum og verið betri aðilinn í flestum leikja þó við höfum ekki fengið þau stig sem við vildum. „Það er betra flæði í spilinu okkar og takturinn er að batna. Þetta er allt á réttri leið og við vissum það en fólk fer fljótt að tala og þá fara sumir fyrr á taugum en aðrir. Við erum rólegir inn á við,“ sagði Indriði sem er þó alveg á jörðinni og meðvitaður um að það er stutt í næsta leik. „Þetta er bara einn leikur og það er leikur aftur á laugardaginn (við ÍBV í Vestmannaeyjum) og þetta er fljótt að gerast og mótið er stutt. Við þurfum að halda áfram.“Haukur Páll: Gáfum þeim of mikið pláss og tíma „Kannski er það komið inn í hausinn á okkur að vellirnir séu lélegir. Við erum á gervigrasi sem er spegilslétt en við höfum spilað á svona völlum í gegnum árin. Hann er ekki frábær en KR gat spilað á honum,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson í leit að útskýringu á slakri frammistöðu Vals í kvöld. „Við áttum í erfiðleikum. Þeir settu pressu á okkur en við sköpuðum samt ágæt upphlaup á þá en síðasta sendingin klikkaði hjá okkur. „Við erum of langt frá þeim og gefum þeim of mikinn tíma á boltann. Það ætluðum við ekki að gera og þá er KR frábært lið. Það finnst mér aðalatriðið í leiknum,“ sagði Haukur Páll sem hefur engar áhyggjur af því þó Valur sé í 9. sæti Pepsí deildarinnar með aðeins 7 stig eftir 6 leiki. „Ég skoða töfluna ekkert núna. Þetta er einn pakki bæði uppi og niðri og við höldum bara áfram.“Valur minnkar muninn:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira