Boltinn elti hugi þátttakenda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2016 10:45 Þeir þátttakendur sem sjást á þessari mynd heita Ceniza, Diana, Lilian, Irena og Zane. Mynd/Guðrún Thors Auðvitað er algengt að leikhúsið sé notað sem spegill á samfélagið og í þessu tilfelli eru það borgararnir sem fengu tækifæri til að velta upp spurningum um samfélagið,“ segir Vala Höskuldsdóttir um sýninguna Borgarasviðið – leiðsögn fyrir innfædda – sem frumsýnd verður í kvöld á vegum Menningarfélags Akureyrar. Þar er Vala annar tveggja listrænna stjórnenda, hinn er Aude Busson. „Aðaláherslan er á spurningarnar: Hvernig er akureyrsk menning? og Hvað er að virka í samfélaginu og hvað ekki?“ upplýsir Vala. „Við auglýstum eftir fólki til að taka þátt í ferlinu og talsverður hópur svaraði kallinu og sagði: „Ég vil vera með.“ Boltinn elti svo hugi þátttakenda og eftir nokkur skipti varð þróunin sú að kjarninn í þeim hópi sem er búinn að vinna saman frá því í nóvember samanstendur af konum sem eiga allar uppruna sinn erlendis. Að einhverju leyti tilviljun en samt kannski ekki. Eitt af því sem við komumst að í ferlinu er að Akureyringar – og eflaust flestir Íslendingar – draga sig stundum út úr verkefnum þar sem meirihluti þátttakenda er af erlendu bergi brotinn. Kannski förum við Íslendingar gjarnan í einhvern heimagír og finnst of mikið vesen að þurfa að tala hægt og setja okkur inn í aðstæður sem okkur eru framandi og ókunnar en svo förum við til útlanda og finnst sjálfsagt að kynnast alls konar fólki þar – en bara alls ekki heima hjá okkur.“„Ég er búin að læra mikið af þessu ferli og er orðin aðeins betri í að spyrja spurninga,” segir Vala.Vísir/StefánTil að byrja með virtust konurnar upp til hópa mjög ánægðar með að búa á Akureyri, að sögn Völu. „Allt var bara frábært, allir söngelskir, barngóðir, glaðlegir og góðir. En þegar leið á samtalið opnaðist fyrir fleira, þess vegna var gott að hafa ferlið svona langt. Tilfellið er að okkur heimafólkið virðist skorta forvitni og áhuga fyrir því óþekkta, hugsanlega af því við erum svo ánægð með okkur sjálf eða hrædd við að lenda í vandræðum ef við snertum við málefnum eins og trú, litarhætti, klæðnaði eða kvenfrelsi. Kannski óttumst við að allt hætti að vera skemmtilegt ef við ruggum bátnum og leyfum okkur að spyrja spurninga.“ Vala segir sýninguna hafa tekið á sig það form sem hentaði best og endað á að verða leiðsögn fyrir innfædda. „Við ætlum að sýna innfæddum aðra mynd en þeim er kunnust og teljum að hún sé fróðleg og skemmtileg fyrir alla, hvort sem þeir eru Akureyringar eða ekki,“ segir hún og tekur fram að sýningin taki einn og hálfan tíma og bara séu planaðar tvær, í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Nema náttúrlega allt verði vitlaust! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016 Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Auðvitað er algengt að leikhúsið sé notað sem spegill á samfélagið og í þessu tilfelli eru það borgararnir sem fengu tækifæri til að velta upp spurningum um samfélagið,“ segir Vala Höskuldsdóttir um sýninguna Borgarasviðið – leiðsögn fyrir innfædda – sem frumsýnd verður í kvöld á vegum Menningarfélags Akureyrar. Þar er Vala annar tveggja listrænna stjórnenda, hinn er Aude Busson. „Aðaláherslan er á spurningarnar: Hvernig er akureyrsk menning? og Hvað er að virka í samfélaginu og hvað ekki?“ upplýsir Vala. „Við auglýstum eftir fólki til að taka þátt í ferlinu og talsverður hópur svaraði kallinu og sagði: „Ég vil vera með.“ Boltinn elti svo hugi þátttakenda og eftir nokkur skipti varð þróunin sú að kjarninn í þeim hópi sem er búinn að vinna saman frá því í nóvember samanstendur af konum sem eiga allar uppruna sinn erlendis. Að einhverju leyti tilviljun en samt kannski ekki. Eitt af því sem við komumst að í ferlinu er að Akureyringar – og eflaust flestir Íslendingar – draga sig stundum út úr verkefnum þar sem meirihluti þátttakenda er af erlendu bergi brotinn. Kannski förum við Íslendingar gjarnan í einhvern heimagír og finnst of mikið vesen að þurfa að tala hægt og setja okkur inn í aðstæður sem okkur eru framandi og ókunnar en svo förum við til útlanda og finnst sjálfsagt að kynnast alls konar fólki þar – en bara alls ekki heima hjá okkur.“„Ég er búin að læra mikið af þessu ferli og er orðin aðeins betri í að spyrja spurninga,” segir Vala.Vísir/StefánTil að byrja með virtust konurnar upp til hópa mjög ánægðar með að búa á Akureyri, að sögn Völu. „Allt var bara frábært, allir söngelskir, barngóðir, glaðlegir og góðir. En þegar leið á samtalið opnaðist fyrir fleira, þess vegna var gott að hafa ferlið svona langt. Tilfellið er að okkur heimafólkið virðist skorta forvitni og áhuga fyrir því óþekkta, hugsanlega af því við erum svo ánægð með okkur sjálf eða hrædd við að lenda í vandræðum ef við snertum við málefnum eins og trú, litarhætti, klæðnaði eða kvenfrelsi. Kannski óttumst við að allt hætti að vera skemmtilegt ef við ruggum bátnum og leyfum okkur að spyrja spurninga.“ Vala segir sýninguna hafa tekið á sig það form sem hentaði best og endað á að verða leiðsögn fyrir innfædda. „Við ætlum að sýna innfæddum aðra mynd en þeim er kunnust og teljum að hún sé fróðleg og skemmtileg fyrir alla, hvort sem þeir eru Akureyringar eða ekki,“ segir hún og tekur fram að sýningin taki einn og hálfan tíma og bara séu planaðar tvær, í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Nema náttúrlega allt verði vitlaust! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí 2016
Menning Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira