Nýtt lag frá Beebee and the bluebirds 26. maí 2016 11:42 ,,Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, gítarleikari og söngkona, um nýja lag sveitarinnar Beebee and the bluebirds. MYND/EVA RUT HJALTADÓTTIR Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveitin Beebee and the bluebirds sendi nýlega frá sér nýtt lag sem heitir Out of the dark en sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína árið 2014. Hlusta má á nýja lagið hér á YouTube rás hljómsveitarinnar. Að sögn Brynhildar Oddsdóttur, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, var vinnuferli lagsins frekar stutt en hún samdi það að stærstum hluta kvöld eitt í janúar fyrr á árinu. „Stuttu síðar kláraði ég gítarriffið og textann og fór svo með lagið til strákanna í bandinu þar sem við æfðum það upp. Innblástur lagsins er sóttur til lífsins og fólksins í kringum mig. Það er líka þannig að fólk túlkar yfirleitt texta á sinn hátt eða aðlagar að reynslu sem það hefur sjálft gengið í gegnum,“ segir hún. Beebee and the bluebirds hafa spilað á ýmsum tónlistarhátíðum og tónleikum hér á landi undanfarin ár auk þess sem hún hefur spilað víða erlendis undanfarið ár, meðal annars í Chicago og Boston í Bandaríkjunum og Edmonton í Kanada. Á síðasta ári gaf sveitin út nýtt lag og myndband við lagið Easy. „Við stefnum á plötuútgáfu í haust en það verður önnur plata okkar. Hún verður aðeins hrjúfari en sú fyrsta, sem bar heitið Burning Heart og kom út 2014. Síðan höldum við til Milwaukee í Bandaríkjunum í júlí þar sem við komum fram á stórri tónlistarhátíð sem heitir Summerfest auk þess sem við spilum á nokkrum minni tónleikum á sama svæði. Svo spilum við auðvitað á tónlistarhátíðum hér heima í sumar.“ Hlusta má á fyrstu plötu sveitarinnar, og fleiri lög, á Soundcloud síðu hennar. Beebee and the bluebirds er líka á facebook og Instagram.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira