Óttar skoraði tvö í bikarsigri Víkinga sem hvíldu Gary Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 21:13 Óttar Magnús Karlsson var á skotskónum á Ásvöllum í kvöld. Vísir/TómasÞ Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin þegar Víkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Víkingar unnu þá 2-1 sigur á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum þar sem Víkingar voru komnir með tveggja marka forystu eftir rúman hálftíma. Haukarnir minnkuðu muninn í lokinn en Víkingarnir áttu þá að vera búnir að skora fleiri mörk úr fjölda góðra færi sem þeir fengu. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, leyfði sér að hvíla Gary John Martin í leiknum og þess í stað voru ungu sóknarmenn Víkingsliðsins áberandi í kvöld. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin sín á fyrstu 32 mínútum leiksins en hann fylgdi eftir skalla Viktors Jónssonar í fyrra markinu á 20. mínútu og skoraði eftir sendingu Stefáns Þórs Pálssonar á 31. mínútu. Ungu strákarnir í framlínu Víkingsliðsins voru mikið í færum það sem eftir lifði leiksins en náðu þó ekki að bæta við mörkum. Viktor Jónsson skaut framhjá úr dauðafæri, átti skalla sem var varin af stuttu færi og skaut síðan í slána. Honum var hreinlega fyrirmunað að skora í kvöld og settist síðan á bekkinn eftir klukkutíma leiks. Erlingur Agnarsson kom inná í hálfleik og hann fékk færin í þeim síðari. Fyrst skaut hann yfir úr dauðafæri og svo náði hann ekki að nýta gott færi einn á móti markmanni. Haukarnir settu smá spennu í leikinn með því að minnka muninn á 88. mínútu þegar Aron Jóhannsson bjó sér til færi í teignum og vippaði skemmtilega yfir Róbert Örn Óskarsson í markinu. Haukarnir náðu þó ekki að refsa Víkingunum fyrir að nýta ekki öll þessi færi því Víkingar fögnuðu 2-1 sigri og sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin þegar Víkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Víkingar unnu þá 2-1 sigur á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum þar sem Víkingar voru komnir með tveggja marka forystu eftir rúman hálftíma. Haukarnir minnkuðu muninn í lokinn en Víkingarnir áttu þá að vera búnir að skora fleiri mörk úr fjölda góðra færi sem þeir fengu. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, leyfði sér að hvíla Gary John Martin í leiknum og þess í stað voru ungu sóknarmenn Víkingsliðsins áberandi í kvöld. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin sín á fyrstu 32 mínútum leiksins en hann fylgdi eftir skalla Viktors Jónssonar í fyrra markinu á 20. mínútu og skoraði eftir sendingu Stefáns Þórs Pálssonar á 31. mínútu. Ungu strákarnir í framlínu Víkingsliðsins voru mikið í færum það sem eftir lifði leiksins en náðu þó ekki að bæta við mörkum. Viktor Jónsson skaut framhjá úr dauðafæri, átti skalla sem var varin af stuttu færi og skaut síðan í slána. Honum var hreinlega fyrirmunað að skora í kvöld og settist síðan á bekkinn eftir klukkutíma leiks. Erlingur Agnarsson kom inná í hálfleik og hann fékk færin í þeim síðari. Fyrst skaut hann yfir úr dauðafæri og svo náði hann ekki að nýta gott færi einn á móti markmanni. Haukarnir settu smá spennu í leikinn með því að minnka muninn á 88. mínútu þegar Aron Jóhannsson bjó sér til færi í teignum og vippaði skemmtilega yfir Róbert Örn Óskarsson í markinu. Haukarnir náðu þó ekki að refsa Víkingunum fyrir að nýta ekki öll þessi færi því Víkingar fögnuðu 2-1 sigri og sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira