Töluvert um að veiðireglur séu ekki virtar í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2016 15:16 Til 1. júní er eingöngu leyfð fluguveiði við Þingvallavatn og eins er skylduslepping á öllum urriða sem veiðist. Friðunin á urriðanum hefur verið margrædd og er hún gerð til að vernda stofninn í vatninu, sem er einstakur á heimsvísu, og tryggja að hann haldi áfram að dafna. Í vor hafa komið upp nokkur mál þar sem veiðimenn fyrir landi þjóðgarðsins hafa hitt fyrir veiðimenn með beitu sem eru þar með þeim eina ásetning á veiða urriða og þeir urriðar sem veiðast af þessum veiðimönnum eru undantekningalaust drepnir. Þrátt fyrir að um augljós brot á veiðireglum við vatnið sé að ræða liggur oft við handalögmálum þegar brotamenn eru staðnir að verki við vatnið og það skal tekið fram að í lang flestum tilfellum eru þetta íslenskir veiðimenn sem eru þarna að verki. Dæmin eru orðin mýmörg og mörg þeirra nokkuð alvarleg eins og nýlegt dæmi sem eigendur veiðisöluvefsins Veida.is lentu í. Frásögn þeirra af umræddu atviki er sem segir: "Við vorum staddir sunnanmegin við vatnið, eigi fjarri ION svæðinu svokallaða. Við höfðum fylgst með veiðimönnum dóla á báti fyrir utan ströndina, með færin útí öðru hverju en þess á milli keyrðu þeir um vatnið, hurfu sjónum ástundum en birtust ætíð aftur. Svo eitt sinn, þegar veiðimenn sem höfðu verið í Ölfusvatnsárósnum gengu til sinna bifreiða og héldu á brott, þá tók báturinn rakleitt stefnu á ósinn og þegar þangað var komið var agninu kastað útí. Þar dvöldu veiðidónarnir um stund, eða þar til vart var við veiðimenn ION svæðisins aftur. Ekki segir af veiði veiðidónana, við fylgdust ekki svo nákvæmlega með þeim.Af okkur er það að segja, að við ákváðum að hvíla það svæði sem við vorum á í um klst, undir kvöld en þegar við komum aftur þá stóðu þessir veiðimenn, sem voru 3, með sínar stangir á besta staðnum á svæðinu - nú komnir í land og stóðu í flæðarmálinu. 2 þeirra hröðuðu sér með með sínar græjur uppí bíl þegar þeir sáu okkur koma en einn gat það ekki, því hann var að reyna sem hraðast gat, að draga vænan urriða á land sem hafði kokgleypt beituna hans. Hér var á ferðinni sumarhúsaeigandi á svæðinu sem fannst ekkert sjálfsagðara en að stelast með ólöglegt agn á þetta svæði, þegar hann sá okkur renna í burtu, vitandi það að við vorum með öllu leyfin á svæðinu þann dag en hann ekki. Samskipti veiða.is og þessara manna voru ekki kurteisisleg né vingjarnleg og enduðu á því að sumarhúsaeigandi keyrði upphækkaðan jeppann sinn, ógnandi, á miklum hraða í átt okkar, en hemlaði rétt áður en árekstur var." Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði
Til 1. júní er eingöngu leyfð fluguveiði við Þingvallavatn og eins er skylduslepping á öllum urriða sem veiðist. Friðunin á urriðanum hefur verið margrædd og er hún gerð til að vernda stofninn í vatninu, sem er einstakur á heimsvísu, og tryggja að hann haldi áfram að dafna. Í vor hafa komið upp nokkur mál þar sem veiðimenn fyrir landi þjóðgarðsins hafa hitt fyrir veiðimenn með beitu sem eru þar með þeim eina ásetning á veiða urriða og þeir urriðar sem veiðast af þessum veiðimönnum eru undantekningalaust drepnir. Þrátt fyrir að um augljós brot á veiðireglum við vatnið sé að ræða liggur oft við handalögmálum þegar brotamenn eru staðnir að verki við vatnið og það skal tekið fram að í lang flestum tilfellum eru þetta íslenskir veiðimenn sem eru þarna að verki. Dæmin eru orðin mýmörg og mörg þeirra nokkuð alvarleg eins og nýlegt dæmi sem eigendur veiðisöluvefsins Veida.is lentu í. Frásögn þeirra af umræddu atviki er sem segir: "Við vorum staddir sunnanmegin við vatnið, eigi fjarri ION svæðinu svokallaða. Við höfðum fylgst með veiðimönnum dóla á báti fyrir utan ströndina, með færin útí öðru hverju en þess á milli keyrðu þeir um vatnið, hurfu sjónum ástundum en birtust ætíð aftur. Svo eitt sinn, þegar veiðimenn sem höfðu verið í Ölfusvatnsárósnum gengu til sinna bifreiða og héldu á brott, þá tók báturinn rakleitt stefnu á ósinn og þegar þangað var komið var agninu kastað útí. Þar dvöldu veiðidónarnir um stund, eða þar til vart var við veiðimenn ION svæðisins aftur. Ekki segir af veiði veiðidónana, við fylgdust ekki svo nákvæmlega með þeim.Af okkur er það að segja, að við ákváðum að hvíla það svæði sem við vorum á í um klst, undir kvöld en þegar við komum aftur þá stóðu þessir veiðimenn, sem voru 3, með sínar stangir á besta staðnum á svæðinu - nú komnir í land og stóðu í flæðarmálinu. 2 þeirra hröðuðu sér með með sínar græjur uppí bíl þegar þeir sáu okkur koma en einn gat það ekki, því hann var að reyna sem hraðast gat, að draga vænan urriða á land sem hafði kokgleypt beituna hans. Hér var á ferðinni sumarhúsaeigandi á svæðinu sem fannst ekkert sjálfsagðara en að stelast með ólöglegt agn á þetta svæði, þegar hann sá okkur renna í burtu, vitandi það að við vorum með öllu leyfin á svæðinu þann dag en hann ekki. Samskipti veiða.is og þessara manna voru ekki kurteisisleg né vingjarnleg og enduðu á því að sumarhúsaeigandi keyrði upphækkaðan jeppann sinn, ógnandi, á miklum hraða í átt okkar, en hemlaði rétt áður en árekstur var."
Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði