Jordan Spieth deilir öðru sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum á AT&T Byron Nelson meistaramótinu í golfi sem fer fram í Texas þessa dagana.
Spieth sem hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabilsins krækti í sex fugla í gær en fékk einn skolla á 13. braut, annan daginn í röð.
Ben Crane leiðir nokkuð óvænt á mótinu en hann fylgdi eftir fyrsta hring þar sem hann lék á fimm höggum undir pari með átta fuglum á öðrum degi.
Lék hann annan hringinn á sjö höggum undir pari en hann fékk sinn fyrsta skolla á mótinu í gær.
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem leiddi eftir fyrsta hring náði sér ekki jafn vel á strik í gær er hann kom inn á fjórum höggum undir pari.
Garcia deilir öðru sæti ásamt Spieth, Brooks Koepka og Bud Cauley en þriðji dagur Byron Nelson meistaramótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending 20.00.
Spieth blandar sér í baráttuna á Byron Nelson
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn