Hermann nánast orðlaus: Þetta var miklu verra en blaut tuska Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2016 21:46 Hermann átti nánast engin orð að leik loknum, slíkt var svekkelsið. vísir/valli Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45