Mikill heiður og ögrun fyrir mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2016 09:45 "Ég sé fram á ærin verkefni framundan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað,“ segir Katrín Hall. Vísir/Stefán Ég sótti um starfið eftir að hafa fengið póst frá óperunni um hvort ég hefði ekki hugsað mér að sækja um, það hvatti mig til að láta vaða. Svo var ég valin, það er mikill heiður og ögrun fyrir mig,“ segir Katrín Hall, sem er nýráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún kveðst fylgst með Gautaborgardansflokknum, enda hafi hann verið leiðandi í sínu starfi. Hún hafi farið á sýningar með honum og þekkt tvo síðustu stjórnendur hans. „Það er oft samgangur og aðstoð milli dansflokka,“ útskýrir hún. Fráfarandi stjórnanda hjá Gautaborgardansflokknum, Adolphe Binder, kveðst Katrín hafa kynnst ágætlega og segir hana hafa gert gríðarlega góða hluti í sínu starfi. „Leikárið fram undan er skipulagt af Binder og ég get fyllilega staðið undir því með stolti. Það er metnaðarfullt og nokkurn veginn eins og ég hefði getað sett saman, þar eru danshöfundar sem ég hef starfað með og átt önnur samskipti við. Mér finnst góð tilfinning að geta staðið 100% við bakið á leiktíð sem ég planaði ekki sjálf.“ Katrín var í 16 ár með Íslenska dansflokkinn, frá 1996 til 2012. Síðan kveðst hún hafa verið í lausamennsku við að semja dansverk fyrir hina og þessa dansflokka, auk þess að kenna bæði við Listaháskólann og á alþjóðlegum vettvangi. „Mestmegnis er ég búin að vera á fartinni erlendis, markaðurinn er nú ekki stór í þessu fagi hér á landi.“ Katrín tekur formlega við nýju stöðunni 1. ágúst en samdi um að verða einhverja daga í burtu vegna annarra verkefna sem hún þarf að ljúka. „Auk þess er í samningnum að mér er veitt öðru hverju launalaust leyfi til að semja verk fyrir aðra dansflokka því ég tel mikilvægt að listrænn stjórnandi sé líka starfandi listamaður,“ segir hún og bætir við: „Ekki það að ég ætli að nýta mér það strax. Ég sé fram á ærin verkefni fram undan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað.“ Þrjátíu og átta dansarar eru við dansflokk Gautaborgaróperunnar eins og er, að sögn Katrínar. Hún kveðst hlakka til að kynnast þeim, finna út þeirra styrkleika, hvað þeir hafi að bjóða sem listamenn og hvernig þeir nái að blómstra og vaxa. „Þetta er mikið samspil. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vinna í teymi, það er ekki einræðishyggja ríkjandi þar sem ég stjórna, mér finnst mikilvægt að allir séu með um borð, upplýsingaflæðið sé gott og gagnkvæm virðing ríki innan hópsins.“ Matthea Lára, dóttir Katrínar og Guðjóns Pedersen, var að útskrifast úr Hagaskóla í fyrradag og Katrín kveðst vona að hún fái inni í menntaskóla í Gautaborg. „Við reiknum öll með að vera sem mest í Svíþjóð, kannski á það eftir að gerast í einhverjum skrefum, það kemur í ljós. Þetta er svo nýtilkomið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég sótti um starfið eftir að hafa fengið póst frá óperunni um hvort ég hefði ekki hugsað mér að sækja um, það hvatti mig til að láta vaða. Svo var ég valin, það er mikill heiður og ögrun fyrir mig,“ segir Katrín Hall, sem er nýráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún kveðst fylgst með Gautaborgardansflokknum, enda hafi hann verið leiðandi í sínu starfi. Hún hafi farið á sýningar með honum og þekkt tvo síðustu stjórnendur hans. „Það er oft samgangur og aðstoð milli dansflokka,“ útskýrir hún. Fráfarandi stjórnanda hjá Gautaborgardansflokknum, Adolphe Binder, kveðst Katrín hafa kynnst ágætlega og segir hana hafa gert gríðarlega góða hluti í sínu starfi. „Leikárið fram undan er skipulagt af Binder og ég get fyllilega staðið undir því með stolti. Það er metnaðarfullt og nokkurn veginn eins og ég hefði getað sett saman, þar eru danshöfundar sem ég hef starfað með og átt önnur samskipti við. Mér finnst góð tilfinning að geta staðið 100% við bakið á leiktíð sem ég planaði ekki sjálf.“ Katrín var í 16 ár með Íslenska dansflokkinn, frá 1996 til 2012. Síðan kveðst hún hafa verið í lausamennsku við að semja dansverk fyrir hina og þessa dansflokka, auk þess að kenna bæði við Listaháskólann og á alþjóðlegum vettvangi. „Mestmegnis er ég búin að vera á fartinni erlendis, markaðurinn er nú ekki stór í þessu fagi hér á landi.“ Katrín tekur formlega við nýju stöðunni 1. ágúst en samdi um að verða einhverja daga í burtu vegna annarra verkefna sem hún þarf að ljúka. „Auk þess er í samningnum að mér er veitt öðru hverju launalaust leyfi til að semja verk fyrir aðra dansflokka því ég tel mikilvægt að listrænn stjórnandi sé líka starfandi listamaður,“ segir hún og bætir við: „Ekki það að ég ætli að nýta mér það strax. Ég sé fram á ærin verkefni fram undan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað.“ Þrjátíu og átta dansarar eru við dansflokk Gautaborgaróperunnar eins og er, að sögn Katrínar. Hún kveðst hlakka til að kynnast þeim, finna út þeirra styrkleika, hvað þeir hafi að bjóða sem listamenn og hvernig þeir nái að blómstra og vaxa. „Þetta er mikið samspil. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vinna í teymi, það er ekki einræðishyggja ríkjandi þar sem ég stjórna, mér finnst mikilvægt að allir séu með um borð, upplýsingaflæðið sé gott og gagnkvæm virðing ríki innan hópsins.“ Matthea Lára, dóttir Katrínar og Guðjóns Pedersen, var að útskrifast úr Hagaskóla í fyrradag og Katrín kveðst vona að hún fái inni í menntaskóla í Gautaborg. „Við reiknum öll með að vera sem mest í Svíþjóð, kannski á það eftir að gerast í einhverjum skrefum, það kemur í ljós. Þetta er svo nýtilkomið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira