Egill Ragnar tryggði sér sæti í landsliðinu með sigri á úrtökumóti Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2016 23:16 Egill Ragnar Gunnarsson sveiflar kylfunni á Korpunni. mynd/seth/golf.is Egill Ragnar Gunnarsson, kylfingur úr GKG, tryggði sér sæti í A-landsliði Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg í júlí. Egill vann úrtökumót sem landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson stóðu fyrir en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Fimmtán kylfingum var boðið og náðu tólf að klára. Þessi tvítugi kylfingur fór hringina fjóra á níu höggum undir pari vallarins en bent er á í frétt Golf.is að Birgir Leifur fór sjálfur fjóra hringi á tíu höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpunni fyrir þremur árum. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði Egill Ragnar í viðtali við Golf.is en sigur hans var öruggur. Næsti maður, Gísli Sveinbergsson úr GK spilaði á fjórum höggum undir pari. A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí. Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Egill Ragnar Gunnarsson, kylfingur úr GKG, tryggði sér sæti í A-landsliði Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg í júlí. Egill vann úrtökumót sem landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson stóðu fyrir en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Fimmtán kylfingum var boðið og náðu tólf að klára. Þessi tvítugi kylfingur fór hringina fjóra á níu höggum undir pari vallarins en bent er á í frétt Golf.is að Birgir Leifur fór sjálfur fjóra hringi á tíu höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpunni fyrir þremur árum. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði Egill Ragnar í viðtali við Golf.is en sigur hans var öruggur. Næsti maður, Gísli Sveinbergsson úr GK spilaði á fjórum höggum undir pari. A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí.
Golf Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti