Norska leiðin farin á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2016 06:00 Axel Stefánsson er kominn heim frá Noregi og fær það vandasama verkefni að byggja aftur upp íslenska kvennalandsliðið í handbolta. vísir/Stefán Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta var kynntur til leiks í gær. Sá heitir Axel og er Stefánsson, 45 ára gamall Akureyringur sem hefur verið búsettur í Noregi undanfarinn áratug. Axel tekur við starfinu af Ágústi Jóhannssyni sem hætti eftir undankeppni EM 2016 sem lauk um síðustu helgi. Axel, sem var góður markvörður á sínum tíma, skrifaði undir þriggja ára samning við en hann mun búa áfram í Noregi. Axel hefur unnið fyrir norska handknattleikssambandið frá 2010 og stýrt bæði yngri landsliðum Noregs í kvennaflokki sem og B-landsliðinu sem vann íslenska A-landsliðið í æfingaleikjum á síðasta ári. Þar starfaði Axel m.a. náið með Þóri Hergeirssyni sem hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið á undanförnum árum. Noregur hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltanum um langt árabil og HSÍ horfir til gömlu herraþjóðarinnar varðandi uppbyggingu á íslenska landsliðinu sem hefur verið í lægð undanfarin ár. En út á hvað gengur þessi norska leið sem HSÍ hefur ákveðið að fara? „Hún felst mikið í samstarfi við leikmenn og félögin. Við komum til með að setja upp ákveðin prógrömm fyrir leikmenn og því verður svo fylgt eftir. Við vitum að á endanum eru það alltaf leikmennirnir sem vinna vinnuna. Mitt hlutverk er að hjálpa þeim sem mest svo við náum okkar markmiðum,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslenska liðinu gekk illa í undankeppni EM 2016 og vann aðeins einn af sex leikjum sínum þar og tapaði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Þýskalandi, með samtals 16 marka mun. Þrátt fyrir brösótt gengi að undanförnu sér Axel tækifæri í íslenskum kvennahandbolta. „Mér líka áskoranir og það sem ég hef séð. Það eru margir spennandi leikmenn í íslenska liðinu en það eru ákveðin atriði sem þarf að vinna með. Það eru tækifæri til að búa til gott lið,“ sagði Axel sem er ekki enn búinn að finna sér aðstoðarmann en segir að hann verði íslenskur. Eftir tapið fyrir Frakklandi í síðustu viku gagnrýndi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir líkamlegt ásigkomulag íslensku leikmannanna og sagði að Ísland stæði bestu landsliðum heims langt að baki í þeim efnum. Axel segir að það þurfi að vinna meira í líkamlega þættinum hjá íslenskum leikmönnum og ætlar að gera bragarbót þar á. „Nú förum við í það að finna fólk til að gera mælingar á leikmönnum. En það mikilvægasta er að vinna þá vinnu sem þarf til að auka hlaupagetu og líkamsstyrk leikmanna. Kvennahandboltinn verður alltaf betri og betri í þeim efnum og það eru fleiri lið í heiminum sem eru betur þjálfuð,“ sagði Axel sem hyggst ræða við þá leikmenn sem hafa verið í landsliðinu að undanförnu til að heyra þeirra álit á málefnum liðsins. Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 og Axel setur stefnuna á að komast þangað aftur. „HSÍ hefur það markmið að vera með lið á stórmótum í kvennaflokki og við vinnum út frá því. Efniviðurinn er til staðar. Ég sá mikið af leikjum í úrslitakeppninni og það voru margir skemmtilegir og fínir leikir. En það er klárt að við þurfum að skoða hversu mikið og hvernig við æfum,“ sagði Axel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira