Snýr aftur eftir langt hlé Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. júní 2016 09:00 Snorri verður á faraldsfæti í sumar, hann mun spila á öllum helstu hátíðunum og verður t.d. á Drangsnesi um helgina. Mynd/Owen Fiene Glöggir hafa mögulega tekið eftir því að Snorri hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og eru tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu sem hann kemur fram á í dágóðan tíma – en Snorri og sveit hafa lengi verið ansi tíðir gestir á Kexi og spilað þar reglulega. Snorra þarf nú vart að kynna fyrir fólki. Hann hefur sent frá sér þrjár plötur sem sólólistamaður – sú fyrsta, I’m Gonna Put My Name on Your Door, kom út árið 2009, en á þeirri þriðju, Autumn Skies, var hann kominn með band með sér. Snorri var aðalsprautan í Sprengjuhöllinni sem gaf út, eins og allir auðvitað vita, þrjár plötur og átti bandið nokkur lög sem voru spiluð í hengla í útvarpi. „Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti live spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. En við ætlum að fara á fullt núna í sumar og kynna nýju plötuna. Verðum á Solstice og á Sumarmölinni á Drangsnesi núna um helgina og Innipúkanum líka,“ segir Snorri þegar hann er inntur eftir því hvað í ósköpunum hann hafi verið að bralla allan þennan tíma. Aðspurður segir Snorri að nýja platan fái mest öll að rúlla þarna á tónleikunum og í bland við hana muni þau taka gömul og góð lög eins og gengur svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Með Snorra verður heljarinnar band sem í eru nánast allir tónlistarmenn landsins. „Við erum sjö í bandinu, þannig að þetta verður svona stór epic-band útgáfa af okkur. Þetta eru Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson sem er í Hjaltalín og Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín líka. Síðan er það Silla – Mr. Silla. Þá er það Örn Eldjárn og Magnús Elíasen Tryggvason trommari.“ Aðdáendur fengu smá forskot á sæluna í gær þegar frá Snorra kom spánnýtt lag og myndband – það var lagið Einsemd af nýju plötunni sem varð fyrir valinu. „Á bak við þetta er leikhópur sem heitir Kriðpleir og strákur sem heitir Óskar Kristinn Ernisson. Þeir gerðu þetta fyrir mig í síðasta mánuði og við náðum að henda þessu strax saman.“ Snorri og band verða á Kexi hosteli í kvöld klukkan 21.00 og það er frítt inn. Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Glöggir hafa mögulega tekið eftir því að Snorri hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og eru tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu sem hann kemur fram á í dágóðan tíma – en Snorri og sveit hafa lengi verið ansi tíðir gestir á Kexi og spilað þar reglulega. Snorra þarf nú vart að kynna fyrir fólki. Hann hefur sent frá sér þrjár plötur sem sólólistamaður – sú fyrsta, I’m Gonna Put My Name on Your Door, kom út árið 2009, en á þeirri þriðju, Autumn Skies, var hann kominn með band með sér. Snorri var aðalsprautan í Sprengjuhöllinni sem gaf út, eins og allir auðvitað vita, þrjár plötur og átti bandið nokkur lög sem voru spiluð í hengla í útvarpi. „Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti live spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. En við ætlum að fara á fullt núna í sumar og kynna nýju plötuna. Verðum á Solstice og á Sumarmölinni á Drangsnesi núna um helgina og Innipúkanum líka,“ segir Snorri þegar hann er inntur eftir því hvað í ósköpunum hann hafi verið að bralla allan þennan tíma. Aðspurður segir Snorri að nýja platan fái mest öll að rúlla þarna á tónleikunum og í bland við hana muni þau taka gömul og góð lög eins og gengur svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Með Snorra verður heljarinnar band sem í eru nánast allir tónlistarmenn landsins. „Við erum sjö í bandinu, þannig að þetta verður svona stór epic-band útgáfa af okkur. Þetta eru Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson sem er í Hjaltalín og Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín líka. Síðan er það Silla – Mr. Silla. Þá er það Örn Eldjárn og Magnús Elíasen Tryggvason trommari.“ Aðdáendur fengu smá forskot á sæluna í gær þegar frá Snorra kom spánnýtt lag og myndband – það var lagið Einsemd af nýju plötunni sem varð fyrir valinu. „Á bak við þetta er leikhópur sem heitir Kriðpleir og strákur sem heitir Óskar Kristinn Ernisson. Þeir gerðu þetta fyrir mig í síðasta mánuði og við náðum að henda þessu strax saman.“ Snorri og band verða á Kexi hosteli í kvöld klukkan 21.00 og það er frítt inn.
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira