Norðurá og Blanda bláar af laxi Svavar Hávarðsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Kristinn Sigmundsson stórsöngvari hampar glæsilegum stórlaxi við opnun Norðurár ásamt Einari Sigfússyni – svipur þeirra er táknrænn fyrir upphaf veiðisumarsins. Fréttablaðið/Svavar Það er engum blöðum um það að fletta að laxveiðisumarið hefur aldrei hafist með öðrum eins hvelli og í ár. Besta opnun sögunnar í Norðurá er staðreynd og í Blöndu hefur veiðin verið svo ævintýraleg fyrstu dagana að setja má við það stórt spurningamerki hvort annað eins verði yfirhöfuð endurtekið. Norðurá var opnuð fyrst íslensku laxveiðiánna á laugardag og það tók ekki nema nokkrar mínútur fyrir viðstadda að átta sig á því að stórlax var genginn í ána sem aldrei fyrr svo snemma árs. Á þeim stutta tíma sem Fréttablaðið staldraði við á bakkanum var ellefu stórlöxum landað – og voru þeir allir afar vel haldnir sem bendir til þess að aðstæður í sjó séu góðar um þessar mundir fyrir laxinn. Fréttablaðið hafði samband við Einar Sigfússon, sölustjóra Norðurár, í hádeginu í gær þegar opnunarhollið hafði lokið veiðum. „Lokatölur úr opnunarhollinu eru 77 laxar – að stofni til eru þetta stórlaxar á bilinu 80 til 95 sentímetrar en nokkrir smálaxar líka inn á milli sem gefur góð fyrirheit um framhaldið,“ segir Einar og vísar til þess að það séu feykilega góðar fréttir fyrir komandi veiðisumar að smálax skuli þegar farinn að veiðast. Svo bregður nú við að lax veiddist ekki aðeins á svæðinu fyrir neðan Laxfoss, heldur líka á nokkrum stöðum „á milli fossa“, sem er sannarlega ekki alvanalegt og líka fyrir ofan fossinn Glanna, sem má kalla athyglisvert í meira lagi. „Það er kominn lax upp alla á, eins og um hásumar væri,“ segir Einar alsæll með bestu opnun Norðurár sem menn þekkja til, en Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem þekkir Norðurá eins og lófann á sér, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að bestu opnanir í Norðurá sem hann þekkti til, væru árin 1977 og 1994, alls 58 laxar hvort árið. Þá var veitt í tvo og hálfan dag í opnuninni, eins og nú. Hafi opnun Norðurár vakið von í brjósti íslenskra stangveiðiáhugamanna þá draga tölurnar úr Blöndu ekki úr. Eftir fyrsta daginn var 51 lax kominn á land á fjórar stangir – sem er með hreinum ólíkindum. Eftir þriðju vaktina í gær hafði 21 bæst við og heildartalan því 72, eins og Árni Baldursson, eigandi Lax-Ár og leigutaki Blöndu, greindi frá á samfélagsmiðlum í gær. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Það er engum blöðum um það að fletta að laxveiðisumarið hefur aldrei hafist með öðrum eins hvelli og í ár. Besta opnun sögunnar í Norðurá er staðreynd og í Blöndu hefur veiðin verið svo ævintýraleg fyrstu dagana að setja má við það stórt spurningamerki hvort annað eins verði yfirhöfuð endurtekið. Norðurá var opnuð fyrst íslensku laxveiðiánna á laugardag og það tók ekki nema nokkrar mínútur fyrir viðstadda að átta sig á því að stórlax var genginn í ána sem aldrei fyrr svo snemma árs. Á þeim stutta tíma sem Fréttablaðið staldraði við á bakkanum var ellefu stórlöxum landað – og voru þeir allir afar vel haldnir sem bendir til þess að aðstæður í sjó séu góðar um þessar mundir fyrir laxinn. Fréttablaðið hafði samband við Einar Sigfússon, sölustjóra Norðurár, í hádeginu í gær þegar opnunarhollið hafði lokið veiðum. „Lokatölur úr opnunarhollinu eru 77 laxar – að stofni til eru þetta stórlaxar á bilinu 80 til 95 sentímetrar en nokkrir smálaxar líka inn á milli sem gefur góð fyrirheit um framhaldið,“ segir Einar og vísar til þess að það séu feykilega góðar fréttir fyrir komandi veiðisumar að smálax skuli þegar farinn að veiðast. Svo bregður nú við að lax veiddist ekki aðeins á svæðinu fyrir neðan Laxfoss, heldur líka á nokkrum stöðum „á milli fossa“, sem er sannarlega ekki alvanalegt og líka fyrir ofan fossinn Glanna, sem má kalla athyglisvert í meira lagi. „Það er kominn lax upp alla á, eins og um hásumar væri,“ segir Einar alsæll með bestu opnun Norðurár sem menn þekkja til, en Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem þekkir Norðurá eins og lófann á sér, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að bestu opnanir í Norðurá sem hann þekkti til, væru árin 1977 og 1994, alls 58 laxar hvort árið. Þá var veitt í tvo og hálfan dag í opnuninni, eins og nú. Hafi opnun Norðurár vakið von í brjósti íslenskra stangveiðiáhugamanna þá draga tölurnar úr Blöndu ekki úr. Eftir fyrsta daginn var 51 lax kominn á land á fjórar stangir – sem er með hreinum ólíkindum. Eftir þriðju vaktina í gær hafði 21 bæst við og heildartalan því 72, eins og Árni Baldursson, eigandi Lax-Ár og leigutaki Blöndu, greindi frá á samfélagsmiðlum í gær.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði