Bjarni um gagnrýni föður síns: „Get lítið pælt í því sem honum finnst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2016 22:27 Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45
Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki