Veiðin í Hítarvatni fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2016 15:00 Tekið á fiski í Hítarvatni. Mynd: Veiðikortið Fyrstu fréttir úr Hítarvatni eru góðar og þeir sem hafa þegar kíkt í vatnið hafa gert ágæta veiði. Dæmi eru um að tveir veiðimenn saman hafi verið með 30 fiska eftir daginn og það hafa nokkrir aðrir verið nálægt því. Það er þó alveg óhætt að segja að það hafi ekki verið nein umferð við vatnið ennþá að neinu ráði svo góðar fréttir frá fáum veiðimönnum sem þó skreppa í vatnið eru að sanni góðar fréttir. Besti tíminn í vatninu er gjarnan júní og aðeins inní júli en það fer mikið eftir veðri. Það er t.d. algengt þegar mjög heit sumur skella á vesturlandinu að veiðin í Hítarvatni verður þá oft mjög góð þar kaldar uppsprettur eru í vatninu og þar sem lækur renna í vatnið. Það sem gerist við þessi skilyrði er að silungurinn safnast saman í torfur í kalda vatnið og getur við þau skilyrði oft tekið ansi vel. Bestu flugurnar í vatninu eru t.d. Krókurinn, Peacock, Taylor, Black Pennel og Alma Rún. Ef þú ætlar að veiða á beitu er ekki ekki mælt með því að gera það hraunsmegin þar sem mikið af festum eru í vatninu þeim megin. Mest lesið Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði
Fyrstu fréttir úr Hítarvatni eru góðar og þeir sem hafa þegar kíkt í vatnið hafa gert ágæta veiði. Dæmi eru um að tveir veiðimenn saman hafi verið með 30 fiska eftir daginn og það hafa nokkrir aðrir verið nálægt því. Það er þó alveg óhætt að segja að það hafi ekki verið nein umferð við vatnið ennþá að neinu ráði svo góðar fréttir frá fáum veiðimönnum sem þó skreppa í vatnið eru að sanni góðar fréttir. Besti tíminn í vatninu er gjarnan júní og aðeins inní júli en það fer mikið eftir veðri. Það er t.d. algengt þegar mjög heit sumur skella á vesturlandinu að veiðin í Hítarvatni verður þá oft mjög góð þar kaldar uppsprettur eru í vatninu og þar sem lækur renna í vatnið. Það sem gerist við þessi skilyrði er að silungurinn safnast saman í torfur í kalda vatnið og getur við þau skilyrði oft tekið ansi vel. Bestu flugurnar í vatninu eru t.d. Krókurinn, Peacock, Taylor, Black Pennel og Alma Rún. Ef þú ætlar að veiða á beitu er ekki ekki mælt með því að gera það hraunsmegin þar sem mikið af festum eru í vatninu þeim megin.
Mest lesið Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði