Elfar Árni bjargaði stigi fyrir KA | Sonur Eiðs Smára skoraði tvö fyrir austan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 16:07 Elfar Árni skoraði jöfnunarmark KA á elleftu stundu. vísir/andri marinó Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07
Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36