Veiði

Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum

Karl Lúðvíksson skrifar
Laxá í Kjós opnar á mánudaginn kemur.
Laxá í Kjós opnar á mánudaginn kemur. Mynd úr safni
Nú eru laxveiðiárnar að opna hver af annari og það verður ekki annað sagt en að aflabrögðin séu góð.

Haffjarðará opnaði 14. júní og þar eru líklega komnir um 50 laxar á land sem er í takt við aðrar opnanir á landsvísu, mjög góð byrjun þar á bæ.  Mest allur laxinn er fallegur tveggja ára lax og þessir fáu eins árs laxar sem hafa komið með eru vel haldnir eins og í öðrum ám þar sem hann er farinn að sýna sig sem gefur vonir um að þetta verði gott eins árs laxa sumar ofan í gott tveggja ára sumar sem það virðist stefna í.

Fnjóská opnaði með 9 löxum og það eru laxar að sjást víða í ánni.  Hún er á fallandi vatni og þá fer oft að gefa betur í henni.  Laxá í Leirársveit opnaði líka í mogun og við erum ekki búin að fá tölur úr þeirri opnun en vissum þó af fjórum löxum sem segir þó ekki nema hálfa söguna því takan var víst nokkuð slöpp en lax sást víða í ánni en mest eins og jafnan á þessum tíma í Laxfossi.

Teljarinn í Langá á Mýrum er kominn yfir 300 laxa og samkvæmt formanni árnefndar, Sævari Haukdal, var einn af neðstu veiðistöðunum, Krókódíll, stappaður af laxi í kvöld og þar var bæði tveggja ára laxar og eins árs laxar í bland en samkvæmt teljarnum er óvenjulega hátt hlutfall af vænum laxi að ganga sem er nokkuð sérstakt í á þar sem tveggja ára laxar eru heldur sjaldgæf sjón.

Laxá í Kjós opnar á mánudaginn og það er klárt mál að þar verður fjörug opnun miðað við .að magn sem virðist gengin í hana en frá Laxfossi og niður eftir ánni er örugglega rétt undir 100 löxum sem þokast upp ánna og engin leið er að vita hvað mikið er gengið upp fyrir en það má nærri geta að það getur verið 100-200 laxar.

Við fylgjumst að sjálfsögðu með næstu opnunum og færum ykkur fréttir þegar þær berast.  Þið getið líka deilt með okkur veiðifréttum og sent okkur póst á kalli@365.is






×