Fyrsta sólóplatan í haust Elín Albertsdóttir skrifar 18. júní 2016 10:00 Helena Eyjólfsdóttir er að undirbúa fyrstu stóru sólóplötuna sína eftir rúmlega sextíu ára feril í tónlist. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Helena Eyjólfsdóttir söngkona situr ekki auðum höndum þótt hún sé orðin 74 ára. Í haust er væntanleg ný hljómskífa frá henni en það er fyrsta stóra sólóplatan á meira en sextíu ára ferli. Þótt Helena hafi sungið inn á fjölmargar plötur í gegnum tíðina hefur hún aldrei gefið út eigin plötu fyrr. Helena söng lengi með hljómsveit Ingimars Eydal en þrjár stórar plötur komu út með þeirri hljómsveit og nokkrar litlar. Mörg laganna urðu feykilega vinsæl meðal landsmanna. Raunar kom út smáskífa með Helenu þegar hún var aðeins tólf ára, árið 1954, með jólasálmum. Nokkrar smáskífur komu síðan út með Helenu á árunum 1958-1959.Spennandi verkefni „Jón Rafnsson tónlistarmaður hringdi í mig fyrir tveimur árum og stakk upp á því að ég gerði eigin plötu. Mér þótti þetta mjög skemmtileg beiðni enda hef ég aldrei gefið út stóra sólóplötu. Það er gaman að enda ferilinn með plötu,“ segir Helena. „Ég fékk nokkra valinkunna lagahöfunda, Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson, Ingva Þór Kormáksson og Karl Olgeirsson til að semja fyrir mig. Þau lög verða á plötunni ásamt nokkrum gömlum perlum en þetta verður tíu laga plata. Karl er sömuleiðis pródúsentinn minn og hefur verið afar hjálplegur. Mér finnst þetta svakalega skemmtilegt og spennandi verkefni. Hugsanlega kemur eitt lag í spilun í sumar sem verður á plötunni.“Gömlu, góðu lögin Helena er ekkert hætt að syngja opinberlega. Nýlega var hún ásamt góðum hópi fólks með tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri sem nefndust Örlítið meiri diskant. Tónleikarnir voru til heiðurs Ingimar Eydal sem hefði orðið áttræður á þessu ári hefði hann lifað. Ingimar féll frá árið 1993. „Þarna fluttum við lög sem hljómsveit Ingimars lék á árum áður. Það var mikil gleði með tónleikana og fullt út úr dyrum bæði kvöldin. Frábært að heyra hvað fólkið tók undir lögin í salnum. Mér þykir mjög vænt um þessi gömlu lög og finnst skemmtilegt að syngja þau,“ segir Helena sem segist ekki syngja heima hjá sér nema kannski núna þar sem hún er að æfa lögin fyrir plötuna. „Röddin er enn á sama stað og ég er mjög þakklát fyrir það. Síðan ætlum við að vera með aðra svona tónleika í haust. Þessi lög eiga erindi til ákveðins aldurshóps. Ég fann vel hversu þakklátir gestir voru,“ segir hún.Helena eyðir sumrinu gjarnan í Vaglaskógi þar sem hún hefur verið með hjólhýsi í 44 ár.MYND/AUÐUNN NÍELSSONFáir staðir til að dansa Helena telur líklegt að einhverjir tónleikar verði settir upp þegar platan verður tilbúin í haust. „Það hefur ekkert verið ákveðið en mér myndi þykja mjög gaman að vera með tónleika í Reykjavík. Það er langt síðan ég var með tónleika í borginni. Ég hélt upp á fimmtíu ára söngafmæli mitt í Salnum og þegar sextíu ár voru liðin frá útgáfu fyrstu plötunnar minnar, árið 2014, var ég með tónleika á Hótel Sögu. Á sama tíma kom út ævisaga mín, Gullin ský. Mig langaði að halda upp á þessi tímamót á fallegum stað og valdi Súlnasalinn. Þar dansaði fólk í gamla daga en margir sakna þess tíma. Eldra fólk hefur eiginlega engan stað fyrir sig,“ segir Helena.Reitur í Vaglaskógi Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Helenu var hún að dunda sér í Vaglaskógi. Þar á hún hjólhýsi og hefur haft reit í skóginum undir það í 44 ár. „Mér finnst forréttindi að hafa aðgang að þessum fallega stað. Hér er dásamlegt að vera. Maður fer í annan heim hérna í kyrrðinni en þetta er minn sumarbústaður,“ segir Helena. „Ég er með lítinn pall og garð fyrir framan hjólhýsið. Ég var einmitt að setja niður sumarblómin. Það er alltaf að fjölga fólki hér í kringum mig í skóginum en nokkrar eru búnir að vera með mér öll árin. Yndislegt fólk og gott að vita af því. Börnin mín og barnabörn koma svo reglulega í heimsókn. Akureyri iðar af lífi í tilefni Bíladaga um helgina og tvö stór skemmtiferðaskip voru hér á Pollinum. Þá er gott að fara út í sveitasæluna,“ segir Helena sem hlakkar til að fá Vaðlaheiðargöng í notkun en þau munu stytta leiðina inn í Vaglaskóg. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Helena Eyjólfsdóttir söngkona situr ekki auðum höndum þótt hún sé orðin 74 ára. Í haust er væntanleg ný hljómskífa frá henni en það er fyrsta stóra sólóplatan á meira en sextíu ára ferli. Þótt Helena hafi sungið inn á fjölmargar plötur í gegnum tíðina hefur hún aldrei gefið út eigin plötu fyrr. Helena söng lengi með hljómsveit Ingimars Eydal en þrjár stórar plötur komu út með þeirri hljómsveit og nokkrar litlar. Mörg laganna urðu feykilega vinsæl meðal landsmanna. Raunar kom út smáskífa með Helenu þegar hún var aðeins tólf ára, árið 1954, með jólasálmum. Nokkrar smáskífur komu síðan út með Helenu á árunum 1958-1959.Spennandi verkefni „Jón Rafnsson tónlistarmaður hringdi í mig fyrir tveimur árum og stakk upp á því að ég gerði eigin plötu. Mér þótti þetta mjög skemmtileg beiðni enda hef ég aldrei gefið út stóra sólóplötu. Það er gaman að enda ferilinn með plötu,“ segir Helena. „Ég fékk nokkra valinkunna lagahöfunda, Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson, Ingva Þór Kormáksson og Karl Olgeirsson til að semja fyrir mig. Þau lög verða á plötunni ásamt nokkrum gömlum perlum en þetta verður tíu laga plata. Karl er sömuleiðis pródúsentinn minn og hefur verið afar hjálplegur. Mér finnst þetta svakalega skemmtilegt og spennandi verkefni. Hugsanlega kemur eitt lag í spilun í sumar sem verður á plötunni.“Gömlu, góðu lögin Helena er ekkert hætt að syngja opinberlega. Nýlega var hún ásamt góðum hópi fólks með tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri sem nefndust Örlítið meiri diskant. Tónleikarnir voru til heiðurs Ingimar Eydal sem hefði orðið áttræður á þessu ári hefði hann lifað. Ingimar féll frá árið 1993. „Þarna fluttum við lög sem hljómsveit Ingimars lék á árum áður. Það var mikil gleði með tónleikana og fullt út úr dyrum bæði kvöldin. Frábært að heyra hvað fólkið tók undir lögin í salnum. Mér þykir mjög vænt um þessi gömlu lög og finnst skemmtilegt að syngja þau,“ segir Helena sem segist ekki syngja heima hjá sér nema kannski núna þar sem hún er að æfa lögin fyrir plötuna. „Röddin er enn á sama stað og ég er mjög þakklát fyrir það. Síðan ætlum við að vera með aðra svona tónleika í haust. Þessi lög eiga erindi til ákveðins aldurshóps. Ég fann vel hversu þakklátir gestir voru,“ segir hún.Helena eyðir sumrinu gjarnan í Vaglaskógi þar sem hún hefur verið með hjólhýsi í 44 ár.MYND/AUÐUNN NÍELSSONFáir staðir til að dansa Helena telur líklegt að einhverjir tónleikar verði settir upp þegar platan verður tilbúin í haust. „Það hefur ekkert verið ákveðið en mér myndi þykja mjög gaman að vera með tónleika í Reykjavík. Það er langt síðan ég var með tónleika í borginni. Ég hélt upp á fimmtíu ára söngafmæli mitt í Salnum og þegar sextíu ár voru liðin frá útgáfu fyrstu plötunnar minnar, árið 2014, var ég með tónleika á Hótel Sögu. Á sama tíma kom út ævisaga mín, Gullin ský. Mig langaði að halda upp á þessi tímamót á fallegum stað og valdi Súlnasalinn. Þar dansaði fólk í gamla daga en margir sakna þess tíma. Eldra fólk hefur eiginlega engan stað fyrir sig,“ segir Helena.Reitur í Vaglaskógi Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Helenu var hún að dunda sér í Vaglaskógi. Þar á hún hjólhýsi og hefur haft reit í skóginum undir það í 44 ár. „Mér finnst forréttindi að hafa aðgang að þessum fallega stað. Hér er dásamlegt að vera. Maður fer í annan heim hérna í kyrrðinni en þetta er minn sumarbústaður,“ segir Helena. „Ég er með lítinn pall og garð fyrir framan hjólhýsið. Ég var einmitt að setja niður sumarblómin. Það er alltaf að fjölga fólki hér í kringum mig í skóginum en nokkrar eru búnir að vera með mér öll árin. Yndislegt fólk og gott að vita af því. Börnin mín og barnabörn koma svo reglulega í heimsókn. Akureyri iðar af lífi í tilefni Bíladaga um helgina og tvö stór skemmtiferðaskip voru hér á Pollinum. Þá er gott að fara út í sveitasæluna,“ segir Helena sem hlakkar til að fá Vaðlaheiðargöng í notkun en þau munu stytta leiðina inn í Vaglaskóg.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira