Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2016 11:00 Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa með glæsilegan urriða Mynd: Steffan Jones Það er alveg óhætt að segja að frábærar opnanir hafi ýtt aðeins við þeim sem áttu eftir að bóka sér leyfi enda er staðan þannig laxveiðileyfin rjúka út. Það er þó misjafnt eftir leigutökum en þó er heilt yfir staðan sú að lítið er eftir af leyfum í laxveiði og víða hreinlega uppselt. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er ánægður með gang mála. "Staðan hjá okkur er kannski svolítið öðruvísi en hjá mörgum þar sem við erum ekki að selja til félagsmanna og þurfum þess vegna ekki að bíða eftir úthlutunum til þeirra. Við vorum meira og minna uppseldir með allar okkar ár í nóvember" sagði Haraldur í samtali við Veiðivísi. "Það er reglulega ánægjulegt að t.d. í Svalbarðsá erum við með 90% endurkomu hlutfall hjá okkar viðskiptavinum og í Grímsá er það líklega í kringum 80% svo það er ekki mikið af lausum dögum sem við getum boðið. Laxá í Dölum er löngu uppseld og það er biðlisti af mjög áköfum veiðimönnum sem vilja komast í hana" bætir Haraldur við. Það eina sem er laust hjá Hreggnasa eru dagar í Korpu en hún er þó uppseld til 27. júlí. Það er yfirleitt selt í hana með minni fyrirvara enda stutt að fara og þarna eru veiðimenn að kaupa einn dag í einu á góðu verði með fínni veiði. Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði
Það er alveg óhætt að segja að frábærar opnanir hafi ýtt aðeins við þeim sem áttu eftir að bóka sér leyfi enda er staðan þannig laxveiðileyfin rjúka út. Það er þó misjafnt eftir leigutökum en þó er heilt yfir staðan sú að lítið er eftir af leyfum í laxveiði og víða hreinlega uppselt. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er ánægður með gang mála. "Staðan hjá okkur er kannski svolítið öðruvísi en hjá mörgum þar sem við erum ekki að selja til félagsmanna og þurfum þess vegna ekki að bíða eftir úthlutunum til þeirra. Við vorum meira og minna uppseldir með allar okkar ár í nóvember" sagði Haraldur í samtali við Veiðivísi. "Það er reglulega ánægjulegt að t.d. í Svalbarðsá erum við með 90% endurkomu hlutfall hjá okkar viðskiptavinum og í Grímsá er það líklega í kringum 80% svo það er ekki mikið af lausum dögum sem við getum boðið. Laxá í Dölum er löngu uppseld og það er biðlisti af mjög áköfum veiðimönnum sem vilja komast í hana" bætir Haraldur við. Það eina sem er laust hjá Hreggnasa eru dagar í Korpu en hún er þó uppseld til 27. júlí. Það er yfirleitt selt í hana með minni fyrirvara enda stutt að fara og þarna eru veiðimenn að kaupa einn dag í einu á góðu verði með fínni veiði.
Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði