Svartir sauðir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Þrjátíu og fimm einstaklingar slösuðust í óeirðum í borginni Marseille á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu um helgina, þar af fjórir alvarlega. Alls hafa 63 verið handteknir frá upphafi mótsins vegna ofbeldis. Óeirðirnar urðu í kjölfar leiks Englands og Rússlands, en um 150 manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir þeim. Tuttugu voru handteknir og verður réttað yfir tíu þeirra á næstu dögum. Þá voru tveir Englendingar dæmdir í fangelsi fyrir sinn þátt á mánudag. Báðir köstuðu þeir flöskum í lögregluþjóna og hvorugur má koma aftur til Frakklands næstu tvö árin. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sett rússneska liðið í skilorðsbundið bann vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins. Rússar mega sem sagt halda áfram keppni en ef þeir halda sér ekki á mottunni þá verður liðinu vísað úr keppni. Rússneska knattspyrnusambandið var einnig sektað um 20 milljónir króna vegna hegðunar stuðningsmannanna. Íþróttamálaráðherra Rússa telur UEFA hafa gert rétt. En því eru hins vegar margir kollegar hans ósammála. Igor Lebedev, þingmaður LDPR flokksins, segist ekkert skilja hvað sé að því að fótboltaaðdáendur sláist. „Þvert á móti. Vel gert, strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni. Einn liðsmanna rússneska liðsins, Artem Dzybua, sagði Englendinga enga engla og jafn seka og rússnesku stuðningsmennina. Þjálfarinn, Leonid Slutsky, gagnrýndi einnig hegðun Englendinga og sagði stuðningsmenn allra liða um allan heim meira og minna eins, Rússar væru engin undantekning. En stuðningsmannahópar eru alls ekki eins. Þvert á móti virðist það viðvarandi vandamál hjá sumum að haga sér eins og bjánar meðan slíkt þekkist ekki annars staðar. Árið 2018 verður HM í knattspyrnu haldið í Rússlandi. Ákvörðunin um að Rússar fengju mótið varð strax umdeild. Margir mótmæltu þegar malasíska farþegaflugvélin var skotin niður í Úkraínu og eins hefur afstaða Rússa gagnvart samkynhneigðum kynt undir gremju í garð mótshaldaranna. Ef fyrrgreind afstaða Rússa gagnvart skipulögðu ofbeldi stuðningsmanna er hin opinbera hlýtur það að vera vandamál fyrir þá sem mótshaldara eftir tvö ár. Ofbeldi tengt íþróttaviðburðum er mikið vandamál þar í landi og eru stórmótin greinilega engin undantekning þar á hjá stuðningsmönnum. Talsmaður Vladimirs Pútín hefur þó sagt að lögbrot rússneskra þegna séu óásættanleg og að ætlast sé til þess að Rússar virði lög annarra ríkja. Aðgerðir UEFA gegn þessum ofbeldismönnum eru réttar. Ofbeldi og íþróttir eiga ekki saman. Geti stuðningsmenn ákveðinna liða ekki hagað sér eiga þau lið ekki að hafa keppnisrétt. En afstaða sumra Rússa eftir óeirðirnar í Marseille er óásættanleg. Hún er gegn lögum og reglum Frakklands og hún gengur einnig gegn gildum UEFA þar sem segir að bera skuli virðingu fyrir leiknum, heilindum, fjölbreytileika, reisn, heilsu leikmanna, reglum, dómaranum, mótherjum og stuðningsmönnum. Ekkert umburðarlyndi er gagnvart kynþáttahatri, ofbeldi eða lyfjamisnotkun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Þrjátíu og fimm einstaklingar slösuðust í óeirðum í borginni Marseille á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu um helgina, þar af fjórir alvarlega. Alls hafa 63 verið handteknir frá upphafi mótsins vegna ofbeldis. Óeirðirnar urðu í kjölfar leiks Englands og Rússlands, en um 150 manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir þeim. Tuttugu voru handteknir og verður réttað yfir tíu þeirra á næstu dögum. Þá voru tveir Englendingar dæmdir í fangelsi fyrir sinn þátt á mánudag. Báðir köstuðu þeir flöskum í lögregluþjóna og hvorugur má koma aftur til Frakklands næstu tvö árin. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sett rússneska liðið í skilorðsbundið bann vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins. Rússar mega sem sagt halda áfram keppni en ef þeir halda sér ekki á mottunni þá verður liðinu vísað úr keppni. Rússneska knattspyrnusambandið var einnig sektað um 20 milljónir króna vegna hegðunar stuðningsmannanna. Íþróttamálaráðherra Rússa telur UEFA hafa gert rétt. En því eru hins vegar margir kollegar hans ósammála. Igor Lebedev, þingmaður LDPR flokksins, segist ekkert skilja hvað sé að því að fótboltaaðdáendur sláist. „Þvert á móti. Vel gert, strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni. Einn liðsmanna rússneska liðsins, Artem Dzybua, sagði Englendinga enga engla og jafn seka og rússnesku stuðningsmennina. Þjálfarinn, Leonid Slutsky, gagnrýndi einnig hegðun Englendinga og sagði stuðningsmenn allra liða um allan heim meira og minna eins, Rússar væru engin undantekning. En stuðningsmannahópar eru alls ekki eins. Þvert á móti virðist það viðvarandi vandamál hjá sumum að haga sér eins og bjánar meðan slíkt þekkist ekki annars staðar. Árið 2018 verður HM í knattspyrnu haldið í Rússlandi. Ákvörðunin um að Rússar fengju mótið varð strax umdeild. Margir mótmæltu þegar malasíska farþegaflugvélin var skotin niður í Úkraínu og eins hefur afstaða Rússa gagnvart samkynhneigðum kynt undir gremju í garð mótshaldaranna. Ef fyrrgreind afstaða Rússa gagnvart skipulögðu ofbeldi stuðningsmanna er hin opinbera hlýtur það að vera vandamál fyrir þá sem mótshaldara eftir tvö ár. Ofbeldi tengt íþróttaviðburðum er mikið vandamál þar í landi og eru stórmótin greinilega engin undantekning þar á hjá stuðningsmönnum. Talsmaður Vladimirs Pútín hefur þó sagt að lögbrot rússneskra þegna séu óásættanleg og að ætlast sé til þess að Rússar virði lög annarra ríkja. Aðgerðir UEFA gegn þessum ofbeldismönnum eru réttar. Ofbeldi og íþróttir eiga ekki saman. Geti stuðningsmenn ákveðinna liða ekki hagað sér eiga þau lið ekki að hafa keppnisrétt. En afstaða sumra Rússa eftir óeirðirnar í Marseille er óásættanleg. Hún er gegn lögum og reglum Frakklands og hún gengur einnig gegn gildum UEFA þar sem segir að bera skuli virðingu fyrir leiknum, heilindum, fjölbreytileika, reisn, heilsu leikmanna, reglum, dómaranum, mótherjum og stuðningsmönnum. Ekkert umburðarlyndi er gagnvart kynþáttahatri, ofbeldi eða lyfjamisnotkun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.