Yfir 1000 bleikjur hafa veiðst í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2016 14:00 Flott bleikja úr Hlíðarvatni. Mynd: www.leyfi.is Hlíðarvatn er án efa eitt af skemmtilegustu bleikjuvötnum á landinu enda má oft gera feyknaveiði þar á góðu ári. Þetta sumar virðist ætla að fara í bækurnar sem eitt af góðu árunum en veiðin það sem af er sumri hefur verið mjög góð og sem dæmi um það þá var heildarveiðin úr vatninu á 14 stangir komin yfir 1.000 bleikjur um síðustu mánaðarmót og veiðin hefur verið fín flesta daga síðan þá. Veiðin hafði dottið nokkuð niður í vatninu en virðist vera að koma til baka en veiðin getur sveiflast ansi mikið í Hlíðarvatni. Sem dæmi um veiðitölur úr Hlíðarvatni, þá veiddust 2.452 bleikjur árið 2002. 1.480 árið 2007. 3.663 árið 2009 og 2.626 sumarið 2010. Þannig að staðan núna með 1.000 bleikjur bókaðar nú þegar og frábær tími sem er framundan þá verður þetta vonandi eitt af góðu árunum í vatninu. Þetta gefur vonandi von að bleikjan eigi sér viðreisnar von en í mörgum af betri bleikjuvötnum suður og vesturlands hefur bleikjuveiði farið minnkandi síðustu ár eða að bleikjan hefur hopað undan urriða sem dafnar vel í hlýrra vatni ólíkt bleikjunni. Elliðavatn er gott dæmi um þetta en þar hefur bleikjunni fækkað mikið á meðan urriða fjölgar. Það er engin urriði í Hlíðarvatni svo þau ár sem bleikjan átti undir högg að sækja kom ekkert í staðinn. Veiðimenn og unnendur Hlíðarvatns fagna því að fá góðar fréttir úr vatninu enda er þetta einstakt vatn að veiða. Þeir sem vilja finna laus leyfi í Hlíðarvatn geta skoðað þau á www.leyfi.is Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Hlíðarvatn er án efa eitt af skemmtilegustu bleikjuvötnum á landinu enda má oft gera feyknaveiði þar á góðu ári. Þetta sumar virðist ætla að fara í bækurnar sem eitt af góðu árunum en veiðin það sem af er sumri hefur verið mjög góð og sem dæmi um það þá var heildarveiðin úr vatninu á 14 stangir komin yfir 1.000 bleikjur um síðustu mánaðarmót og veiðin hefur verið fín flesta daga síðan þá. Veiðin hafði dottið nokkuð niður í vatninu en virðist vera að koma til baka en veiðin getur sveiflast ansi mikið í Hlíðarvatni. Sem dæmi um veiðitölur úr Hlíðarvatni, þá veiddust 2.452 bleikjur árið 2002. 1.480 árið 2007. 3.663 árið 2009 og 2.626 sumarið 2010. Þannig að staðan núna með 1.000 bleikjur bókaðar nú þegar og frábær tími sem er framundan þá verður þetta vonandi eitt af góðu árunum í vatninu. Þetta gefur vonandi von að bleikjan eigi sér viðreisnar von en í mörgum af betri bleikjuvötnum suður og vesturlands hefur bleikjuveiði farið minnkandi síðustu ár eða að bleikjan hefur hopað undan urriða sem dafnar vel í hlýrra vatni ólíkt bleikjunni. Elliðavatn er gott dæmi um þetta en þar hefur bleikjunni fækkað mikið á meðan urriða fjölgar. Það er engin urriði í Hlíðarvatni svo þau ár sem bleikjan átti undir högg að sækja kom ekkert í staðinn. Veiðimenn og unnendur Hlíðarvatns fagna því að fá góðar fréttir úr vatninu enda er þetta einstakt vatn að veiða. Þeir sem vilja finna laus leyfi í Hlíðarvatn geta skoðað þau á www.leyfi.is
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði