50 laxar komnir í klakkistur í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2016 17:37 Jakob Hinriksson með vænan lax úr Eystri Rangá sem fór beint í klakkistu. Eystri Rangá hefur verið þekkt fyrir gott stórlaxahlutfall en dæmi eru um að í heildina sé um og yfir helmingur allra laxa sem veiðist í ánni tveggja ára lax. Við höfum greint frá því að þessa dagana hafa leiðsögumenn við ánna veitt í Eystri til að freista þess að ná snemmgengnum löxum en þeir eru næstum því án undantekninga vænir tveggja ára laxar og það skiptir sköpum að rækta undan þeim fyrir ánna. Bæði skiptir máli að rækta undan þeim löxum sem koma snemma og eins þeim sem eru með þann eiginleiga að taka tvö ár í sjó. Þetta hefur skilað þeim árangri eins og þekkt er að stórlaxahlutfallið er með því besta á landinu. Það hefur þó gengið misvel sum árin að ná þessum fyrstu löxum en það verður alveg klárlega ekki vandamál þetta árið. Það hafa nú til þessa veiðst 50 laxar sem allir hafa farið í klakkisturnar og þarna í þessum fjölda eru margar hrygnur 80-90 sm en skiptir miklu máli að ná stóru hrygnunum, í raun meira máli en stóru hængunum. Einar Lúðvíksson heldur utan um seiðaræktun Eystri Rangár segir að það þurfi um það bil 200 hrygnur til að rækta undan og að þær komi bæði í þessum klakveiðum sem og á fyrstu veiðidögunum en þá eru veiðimenn hvattir til að setja stórlaxa í klakkistur einmitt til þess að ná þeim í undaneldið. Veiðimenn sem það gera hafa verið leystir út með reyktum laxi svo það hafa allir farið ánægðir frá þeim skiptum bæði áin og veiðimenn. Það er farin að byggjast upp nokkur spenna fyrir opnun Rangánna en nokkuð magn af laxi virðist vera gengin í báðar árnar og ennþá er rúm vika í opnun Ytri Rangár og rúmar tvær vikur í opnun Eystri Rangár. Miðað við þennan góða gang svona snemma fer að verða spurning um að opna ánna fyrr. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Eystri Rangá hefur verið þekkt fyrir gott stórlaxahlutfall en dæmi eru um að í heildina sé um og yfir helmingur allra laxa sem veiðist í ánni tveggja ára lax. Við höfum greint frá því að þessa dagana hafa leiðsögumenn við ánna veitt í Eystri til að freista þess að ná snemmgengnum löxum en þeir eru næstum því án undantekninga vænir tveggja ára laxar og það skiptir sköpum að rækta undan þeim fyrir ánna. Bæði skiptir máli að rækta undan þeim löxum sem koma snemma og eins þeim sem eru með þann eiginleiga að taka tvö ár í sjó. Þetta hefur skilað þeim árangri eins og þekkt er að stórlaxahlutfallið er með því besta á landinu. Það hefur þó gengið misvel sum árin að ná þessum fyrstu löxum en það verður alveg klárlega ekki vandamál þetta árið. Það hafa nú til þessa veiðst 50 laxar sem allir hafa farið í klakkisturnar og þarna í þessum fjölda eru margar hrygnur 80-90 sm en skiptir miklu máli að ná stóru hrygnunum, í raun meira máli en stóru hængunum. Einar Lúðvíksson heldur utan um seiðaræktun Eystri Rangár segir að það þurfi um það bil 200 hrygnur til að rækta undan og að þær komi bæði í þessum klakveiðum sem og á fyrstu veiðidögunum en þá eru veiðimenn hvattir til að setja stórlaxa í klakkistur einmitt til þess að ná þeim í undaneldið. Veiðimenn sem það gera hafa verið leystir út með reyktum laxi svo það hafa allir farið ánægðir frá þeim skiptum bæði áin og veiðimenn. Það er farin að byggjast upp nokkur spenna fyrir opnun Rangánna en nokkuð magn af laxi virðist vera gengin í báðar árnar og ennþá er rúm vika í opnun Ytri Rangár og rúmar tvær vikur í opnun Eystri Rangár. Miðað við þennan góða gang svona snemma fer að verða spurning um að opna ánna fyrr.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði