Muscleboy fékk útbrot eftir partý í Seljavallalaug Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. júní 2016 17:00 Einkaþjálfarinn Egill „Gilzenegger“ Egilsson hefur ekki sagt skilið við tónlistina þrátt fyrir rúmlega árs útgáfuþögn. Síðast gaf hann út jólalagið Musclebells árið 2014 en snýr nú kokhraustur aftur og frumsýnir nýtt myndband sem DJ Muscleboy við lag sem ber nafnið Muscledance. „Nú langaði mig til þess að breyta um gír. Strákarnir í StopWaitGo eru náttúrulega snillingar og við hentum í kántrí-steralag. Þannig að maður er í myndbandinu ferskur með kúrekahatt,“ segir Egill sem frumflutti nýja lagið í útvarpsþættinum FM95Blö á sömu sekúndu og myndbandið birtist hér á vef Vísis. Myndbandið slær í ætt við önnur frá kappanum þar sem áhersla er lögð á þá hluti sem honum finnst fallegir. „Eiður Birgisson sem leikstýrir myndbandinu er mjög hæfileikaríkur maður. Þau þrjú myndbönd sem ég hef gert hingað til hafa öll verið skotin á einhverjum hálftíma í einhverju skítamixi. Núna langaði mig til þess að taka þetta á allt annað stig. Sjá hvað myndi gerast ef ég myndi setja aðeins meiri metnað í þetta.“Egill bauð í partý í Seljarvallarlaug og hlaut útbrot fyrir.Vísir/Eiður BirgisÓðlífi í SeljarvallalaugNáttúra Íslands fær stórt hlutverk í myndbandinu enda er það álit Egils að þar sé auðlind sem of fáir íslenskir tónlistarmenn nýti sér. „Það er aðallega bara Bieber-inn og aðrir erlendir tónlistarmenn sem koma og nýta náttúruna. Ég hef alltaf verið mikið náttúrubarn og hún fær að njóta sín í myndbandinu.“ Eitt atriði myndbandsins er skotið í hinni víðfrægu Seljavallalaug sem komst nýlega í fréttirnar þar sem talið er að það geti verið hættulegt heilsu fólks að fara ofan í hana vegna sýklagróðurs og skort á vatnsrennsli í og úr lauginni. Egill getur staðfest að svo sé, en hefur einnig lausnina á reiðum höndum. „Ég las fréttina eftir að ég hélt þetta partý í lauginni. Þetta voru mörg skot þar sem ég fer vel ofan í og ég gleypti svona hálfan líter af vatni alla vega. Þegar ég las fréttina þá langaði mig til þess að æla. Ég fékk einhver útbrot á lærin og stelpurnar líka. Þetta fór reyndar á nokkrum dögum þannig að ég held að þetta sé í lagi í dag. Ég hellti hins vegar heilmikið af kampavíni þarna ofan í þannig að ég held að það sé að vinna á móti því ógeði sem er þarna í lauginni.“ Í myndbandinu bregður fyrir fjöldinn allur af þekktum andlitum. Þar má nefna; Ívar Guðmundsson, Ásgeir Kolbeinsson, Nökkva Fjalar, Auðunn Blöndal, Sverri Bergmann, Arnar Grant og Gúrrý Jónsdóttur. Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Einkaþjálfarinn Egill „Gilzenegger“ Egilsson hefur ekki sagt skilið við tónlistina þrátt fyrir rúmlega árs útgáfuþögn. Síðast gaf hann út jólalagið Musclebells árið 2014 en snýr nú kokhraustur aftur og frumsýnir nýtt myndband sem DJ Muscleboy við lag sem ber nafnið Muscledance. „Nú langaði mig til þess að breyta um gír. Strákarnir í StopWaitGo eru náttúrulega snillingar og við hentum í kántrí-steralag. Þannig að maður er í myndbandinu ferskur með kúrekahatt,“ segir Egill sem frumflutti nýja lagið í útvarpsþættinum FM95Blö á sömu sekúndu og myndbandið birtist hér á vef Vísis. Myndbandið slær í ætt við önnur frá kappanum þar sem áhersla er lögð á þá hluti sem honum finnst fallegir. „Eiður Birgisson sem leikstýrir myndbandinu er mjög hæfileikaríkur maður. Þau þrjú myndbönd sem ég hef gert hingað til hafa öll verið skotin á einhverjum hálftíma í einhverju skítamixi. Núna langaði mig til þess að taka þetta á allt annað stig. Sjá hvað myndi gerast ef ég myndi setja aðeins meiri metnað í þetta.“Egill bauð í partý í Seljarvallarlaug og hlaut útbrot fyrir.Vísir/Eiður BirgisÓðlífi í SeljarvallalaugNáttúra Íslands fær stórt hlutverk í myndbandinu enda er það álit Egils að þar sé auðlind sem of fáir íslenskir tónlistarmenn nýti sér. „Það er aðallega bara Bieber-inn og aðrir erlendir tónlistarmenn sem koma og nýta náttúruna. Ég hef alltaf verið mikið náttúrubarn og hún fær að njóta sín í myndbandinu.“ Eitt atriði myndbandsins er skotið í hinni víðfrægu Seljavallalaug sem komst nýlega í fréttirnar þar sem talið er að það geti verið hættulegt heilsu fólks að fara ofan í hana vegna sýklagróðurs og skort á vatnsrennsli í og úr lauginni. Egill getur staðfest að svo sé, en hefur einnig lausnina á reiðum höndum. „Ég las fréttina eftir að ég hélt þetta partý í lauginni. Þetta voru mörg skot þar sem ég fer vel ofan í og ég gleypti svona hálfan líter af vatni alla vega. Þegar ég las fréttina þá langaði mig til þess að æla. Ég fékk einhver útbrot á lærin og stelpurnar líka. Þetta fór reyndar á nokkrum dögum þannig að ég held að þetta sé í lagi í dag. Ég hellti hins vegar heilmikið af kampavíni þarna ofan í þannig að ég held að það sé að vinna á móti því ógeði sem er þarna í lauginni.“ Í myndbandinu bregður fyrir fjöldinn allur af þekktum andlitum. Þar má nefna; Ívar Guðmundsson, Ásgeir Kolbeinsson, Nökkva Fjalar, Auðunn Blöndal, Sverri Bergmann, Arnar Grant og Gúrrý Jónsdóttur.
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira