Mikil spenna eftir opnun Þverár í fyrramálið Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2016 12:00 Fréttir af frábærri veiði í Norðurá og Blöndu hafa gefið veiðimönnum væntingar um að framundan sé gott veiðisumar. Sumir hafa að vísu gengið lengra en það og fullyrða að komandi sumar komi ekki til með að gefa síðasta sumri, sem var metsumar, nokkuð eftir og bera því við að viðlíka stærð á göngum á tveggja ára laxi hafi varla áður sést. Ef skilyrðin í hafinu hafi verið tveggja ára laxi hagkvæm er ekkert sem segir að því sé eitthvað öðruvísi farið með eins árs laxinn. Það er því mikil spenna eftir næstu opnunum til að sjá hvort þar verði jafn mikill hvellur og í Blöndu og Norðurá. Í fyrramálið opna Þverá og Kjarrá en á þeim bænum sáust fyrstu laxarnir fyrir um tveimur vikum síðan og það getur mikið gerst á þeim tíma. Í fyrra veiddust 2364 laxar sem er mjög gott ár en þó nokkuð frá bestu árunum í Þverá/Kjarrá. Sem dæmi hefur áin fimm sinnum farið yfir 3.000 laxa en það var árin 2013, 2010, 1979 og 1978 að ógleymdu metárinu 2005 þegar það veiddust 4.165 laxar í ánni. Við komum til með að fylgjast með opnun Þverár og verðum með fréttir af henni á sunnudaginn. Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði
Fréttir af frábærri veiði í Norðurá og Blöndu hafa gefið veiðimönnum væntingar um að framundan sé gott veiðisumar. Sumir hafa að vísu gengið lengra en það og fullyrða að komandi sumar komi ekki til með að gefa síðasta sumri, sem var metsumar, nokkuð eftir og bera því við að viðlíka stærð á göngum á tveggja ára laxi hafi varla áður sést. Ef skilyrðin í hafinu hafi verið tveggja ára laxi hagkvæm er ekkert sem segir að því sé eitthvað öðruvísi farið með eins árs laxinn. Það er því mikil spenna eftir næstu opnunum til að sjá hvort þar verði jafn mikill hvellur og í Blöndu og Norðurá. Í fyrramálið opna Þverá og Kjarrá en á þeim bænum sáust fyrstu laxarnir fyrir um tveimur vikum síðan og það getur mikið gerst á þeim tíma. Í fyrra veiddust 2364 laxar sem er mjög gott ár en þó nokkuð frá bestu árunum í Þverá/Kjarrá. Sem dæmi hefur áin fimm sinnum farið yfir 3.000 laxa en það var árin 2013, 2010, 1979 og 1978 að ógleymdu metárinu 2005 þegar það veiddust 4.165 laxar í ánni. Við komum til með að fylgjast með opnun Þverár og verðum með fréttir af henni á sunnudaginn.
Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði