KSÍ hefur ákveðið að færa leiki í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla til vegna stórleiks Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudaginn.
Þrír leikir áttu að fara fram klukkan 16:00 en þeir hafa allir verið færðir til vegna leiksins á EM.
Leikir Breiðabliks og ÍBV og Vals og Fylkis hefjast nú klukkan 14:00 á sunnudaginn í staðinn fyrir klukkan 16:00. Leikur Fram og Selfoss var svo færður til klukkan 19:15 á þriðjudaginn.
Á mánudaginn eigast svo Þróttur og FH við í Laugardalnum klukkan 19:15.
Leikir í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla:
Sunnudagur 3. júlí, klukkan 14:00: Breiðablik - ÍBV - sýndur beint á Stöð 2 Sport HD
Sunnudagur 3. júlí, klukkan 14:00: Valur - Fylkir
Mánudagur 4. júlí, klukkan 19:15: Þróttur - FH - sýndur beint á Stöð 2 Sport HD
Þriðjudagur 5. júlí, klukkan 19:15: Fram - Selfoss
KSÍ færir bikarleiki til vegna Frakklandsleiksins
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar