Gott að hafa Eddu öskrandi á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 06:00 Ásdís Karen Halldórsdóttir í leik með KR-liðinu í sumar. Vísir/Eyþór Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Ásdís Karen Halldórsdóttir og félagar í kvennaliði KR afrekuðu það í júní sem karlaliðinu tókst ekki – að vinna leik. Sá sigur var ekki aðeins fyrsti sigur KR-liðsins í Pepsi-deild kvenna í sumar heldur örugglega einn sá dramatískasti á öllu fótboltasumrinu hér heima. Það stefndi þó allt í sigur Selfoss tólf mínútum fyrir leikslok þegar staðan var 3-1 fyrir gestina frá Selfossi. Ungu stelpurnar í KR-liðinu tóku það hins vegar ekki í mál að tapa aftur á heimavelli eins og á móti FH á dögunum.Erum með sterka karaktera „Ég eiginlega veit ekki hvernig við fórum að þessu. Mér fannst við ekkert vera síðri í leiknum en þær komast samt í 3-1. Það var bara góður karakter hjá okkur að ná að vinna þetta upp,“ segir Ásdís og bætti við: „Við náðum góðu stigi á móti bæði Val og Þór/KA en hefðum kannski átt að vinna FH. Þetta var því mjög mikilvægur sigur,“ segir Ásdís. „Við erum með góða liðsheild og erum bara með gott lið. Það er gaman að spila með þessu liði. Við erum með mjög sterka karaktera innan liðsins og auðvitað líka með góða leikmenn þó að við séum ungar. Við sýndum það að allt er hægt með því að skora þrjú mörk á sjö mínútum. Það er hægt þó að við tryðum því kannski ekki alveg fyrir þennan leik,“ segir Ásdís. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði heldur betur sitt í leiknum því hún skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn í bæði 1-1 og svo 3-3. „Það er alltaf gaman að skora,“ segir Ásdís en dómari leiksins skráði þó fyrra markið ekki á hana þótt hún hafi skorað. „Ég skil það ekki alveg. Ég þarf að láta breyta þessu,“ sagði Ásdís Karen hlæjandi. Hún hefur átt þátt í fjórum af sjö mörkum KR í sumar, skorað þrjú sjálf og átt eina stoðsendingu. Ekki slæmt fyrir sautján ára stelpu að stíga sín fyrstu skref sem lykilmaður í Pepsi-deild kvenna.Vísir/EyþórEdda mjög góður þjálfari Edda Garðarsdóttir þjálfar KR-konur og Ásdís Karen er ánægð þjálfarann sinn. Það er hins vegar alltof sjaldgæft að konur séu að þjálfa í kvennadeildinni. „Hún er mjög góður þjálfari. Hún er góð að peppa okkur upp fyrir leiki og svona. Það er líka gott að hafa hana öskrandi á hliðarlínunni. Við viljum vinna alla leiki og þá sérstaklega hún. Við mætum í alla leiki til þess að vinna þá þegar hún er að þjálfa okkur. Við berum mikla virðingu fyrir því sem hún hefur afrekað og við vitum að hún kann þetta,“ segir Ásdís. En hver eru hennar markmið í sumar?Viljum ekki vera í fallbaráttu „Ég stefni alltaf að því að standa mig sem best og skora fleiri mörk. Fyrst og fremst er markmiðið sett á það að vinna fleiri leiki. Við viljum ekkert vera í fallbaráttu því það er ekki stefnan heldur að koma okkur ofar í töflunni. Ég geri bara allt sem ég get til þess að KR gangi vel,“ segir Ásdís. Karlalið KR tapaði öllum leikjum sínum í júnímánuði og sigurinn á Selfossi var eini sigur félagsins í Pepsi-deildinni í mánuðinum. „Það er kannski meiri leikgleði í gangi hjá okkur en þeim, ég veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá þeim. Þær ættu kannski að taka okkur til fyrirmyndar,“ segir Ásdís Karen í léttum tón að lokum. Næsti leikur KR er á móti Fylki í Árbæ í kvöld en sá leikur hefst klukkan 19.15 á Floridanavellinum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira