John Cross: Fullkomin niðurlæging fyrir England Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 23:42 Kyle Walker og félagar eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
John Cross, blaðamaður Daily Mirror, er einn þekktasti blaðamaður enskrar knattspyrnu. Hann sagði í Fréttablaðinu í morgun að tap gegn Íslandi væru verstu úrslit enskrar knattspyrnu frá upphafi og hann stóð við þau orð í kvöld. „Það er það sem ég sagði í umfjöllun minni um leikinn. Þetta er fullkomin niðurlæging,“ sagði hann við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við höfum samanburð við tapið gegn Bandaríkjunum á HM 1950. En þetta er önnur kynslóð knattspyrnumanna og á öðrum tíma. HM var á byrjunarstigi þá og ég held að þetta sé í raun mesta tap sem enska landsliðið hefur upplifað.“ Hann nefnir þessu til stuðnings að landsliðsþjálfari Englands, Roy Hogdson, hætti strax eftir leik. „Þýðing þessa taps er gríðarlega mikið fyrir enska knattspyrnu. Nú þurfum við að leita að nýjum þjálfara og byrja upp á nýtt.“ „En niðurlægingin er svo mikil. Við eigum góða leikmenn sem líta allir illa út í landsliðstreyju Englands.“ Hann segir að enskir fjölmiðlar geri ekki lítið úr þætti íslenska liðsins í kvöld. „Enska liðið spilaði ekki vel en Ísland spilaði vel. Ísland var mun betra liðið og átti skilið að vinna leikinn,“ sagði hann. „Ísland varðist vel og var skipulagt. Liðið náði líka að spila með smá flæði í sínum leik. Íslendingar sköpuðu sér færi og voru heilt yfir góðir.“ „Það er enska liðið sem var að henda löngum boltum fram. Ísland var vel skipulagt og átti þetta fullkomlega skilið. England á engar afsakanir þó svo að ég sé viss um að einhverjar munu koma.“ „En þú mátt vera viss um að ensku blöðin verða mjög skrautleg á morgun, eftir þetta kvöld. Það er alveg víst.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Lið framtíðarinnar í vandræðum Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“. 27. júní 2016 07:30