Einkunnir gegn Englandi: Ragnar bestur með tíu í einkunn Anton Ingi Leifsson skrifar 27. júní 2016 21:07 Ragnar klappar fyrir stuðningsmönnum Íslands í leikslok. vísir/getty Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi á Allianz Riviera í Nice í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. Wayne Rooney kom Englandi yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu, en Ragnar Sigurðsson jafnaði 80 sekúndum síðar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmarkið á nítjándu mínútu leiksins, en frammistaða íslenska liðsins var gjörsamlega mögnuð í alla staði. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með fullt hús, tíu í einkunn, en nokkrir leikmenn voru með níu í einkunn. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins ásamt umsögn um hvern einasta leik, en íslenska liðið mætir Frakklandi í París á sunnudag.Einkunnir Íslands gegn Englandi:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Verst mögulega byrjun þegar Hannes gaf víti með því að keyra Sterling niður. Lét það ekki buga sig og var öryggið uppmálið í markinu og átti mjög góðan leik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Missti Sterling inn fyrir sig í vítinu en annars hélt hann kantmanninum ágætlega í skefjum. Tók enga áhættu og þrumaði boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.Kári Árnason, miðvörður 9 Lagði upp mark annan leikinn í röð eftir langt innkast frá Aroni. Turninn í vörninni og sýndi Englendingum enga virðingu. Góður talandi og þeir Raggi flottir sem fyrr.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 10 Skoraði sitt annað landsliðsmark af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hefur verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Vardy var að sleppa í gegn. Fullt hús.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Undir mikilli pressu því vitað var að Englendingarnir myndu reyna að keyra upp hægra megin. Stóðst hana með ágætum og þeir Birkir unnu vel saman í vörninni.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Hefur átt betri leiki og fyrsta snerting sveik hann nokkrum sinnum. Sinnti varnarvinnunni velAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Þvílíkur fyrirliði. Leiðtoginn með vopnið mikilvæga, innköstin, sem aftur skiluðu marki. Vann boltann aftur og aftur en datt stundum í þá gryfju að senda blint þegar hann var að reyna að hjálpa Íslandi að ná upp spili.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Þetta var leikurinn hans Gylfa. Hann nýtur sín í enskum fótbolta og greinilega gegn Englandi líka. Stjórnaði sókninni og vann boltann svo aftur og aftur í vörninni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Afar duglegur að aðstoða Ara Frey og unnu þeir vel saman. Óþreytandi og gekk vel að halda boltanum þega á þurfti að halda.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Sami dugnaðurinn og áður fyrr en gekk ekki alveg jafnvel að taka á móti boltanum og halda þegar þurfti.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Það voru allir að bíða eftir marki frá Kolla því hann skorar nánast alltaf. Nú kom það eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Gekk ekki nógu vel að halda boltanum en vann vel til baka þegar þurfti.Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 77. mínútu) Kom inn með orku, kraft og elti hvern einasta bolta. Frábær leikmaður til að geta sett inn á.Arnór Ingi Traustason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 89. mínútu) Kom inn á síðustu mínútunum til að gefa ferska fætur og skilaði sínu hlutverki vel. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi á Allianz Riviera í Nice í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. Wayne Rooney kom Englandi yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu, en Ragnar Sigurðsson jafnaði 80 sekúndum síðar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmarkið á nítjándu mínútu leiksins, en frammistaða íslenska liðsins var gjörsamlega mögnuð í alla staði. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með fullt hús, tíu í einkunn, en nokkrir leikmenn voru með níu í einkunn. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins ásamt umsögn um hvern einasta leik, en íslenska liðið mætir Frakklandi í París á sunnudag.Einkunnir Íslands gegn Englandi:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Verst mögulega byrjun þegar Hannes gaf víti með því að keyra Sterling niður. Lét það ekki buga sig og var öryggið uppmálið í markinu og átti mjög góðan leik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Missti Sterling inn fyrir sig í vítinu en annars hélt hann kantmanninum ágætlega í skefjum. Tók enga áhættu og þrumaði boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.Kári Árnason, miðvörður 9 Lagði upp mark annan leikinn í röð eftir langt innkast frá Aroni. Turninn í vörninni og sýndi Englendingum enga virðingu. Góður talandi og þeir Raggi flottir sem fyrr.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 10 Skoraði sitt annað landsliðsmark af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hefur verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Vardy var að sleppa í gegn. Fullt hús.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Undir mikilli pressu því vitað var að Englendingarnir myndu reyna að keyra upp hægra megin. Stóðst hana með ágætum og þeir Birkir unnu vel saman í vörninni.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Hefur átt betri leiki og fyrsta snerting sveik hann nokkrum sinnum. Sinnti varnarvinnunni velAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Þvílíkur fyrirliði. Leiðtoginn með vopnið mikilvæga, innköstin, sem aftur skiluðu marki. Vann boltann aftur og aftur en datt stundum í þá gryfju að senda blint þegar hann var að reyna að hjálpa Íslandi að ná upp spili.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Þetta var leikurinn hans Gylfa. Hann nýtur sín í enskum fótbolta og greinilega gegn Englandi líka. Stjórnaði sókninni og vann boltann svo aftur og aftur í vörninni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Afar duglegur að aðstoða Ara Frey og unnu þeir vel saman. Óþreytandi og gekk vel að halda boltanum þega á þurfti að halda.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Sami dugnaðurinn og áður fyrr en gekk ekki alveg jafnvel að taka á móti boltanum og halda þegar þurfti.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Það voru allir að bíða eftir marki frá Kolla því hann skorar nánast alltaf. Nú kom það eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Gekk ekki nógu vel að halda boltanum en vann vel til baka þegar þurfti.Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 77. mínútu) Kom inn með orku, kraft og elti hvern einasta bolta. Frábær leikmaður til að geta sett inn á.Arnór Ingi Traustason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 89. mínútu) Kom inn á síðustu mínútunum til að gefa ferska fætur og skilaði sínu hlutverki vel.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45