255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2016 09:00 Thomas Eldor með stórlax úr opnun Ytri Rangár. Mynd: West Ranga FB Veiðin í Ytri Rangá fór af stað með hvelli þegar 122 löxum var landað á fyrsta veiðidegi sumarsins í ánni. Opnunarhollið lauk veiðum í gær og niðurstaðan er besta opnunarholl í Ytri Rangá frá upphafi. Samtals veiddust 255 laxar á þremur dögum sem er eins og góð holl gera á besta tíma. Í skeyti frá Jóhannesi Hinrikssyni staðarhaldara við Ytri Rangá var mikið af 90-97 sm löxum og heill hellingur af löxum sem voru 80-90 sm. Laxarnir eru virkilega vel haldnir og það er greinilegt að tveggja ára laxinn á landsvísu hefur verið á góðum fæðuslóðum í vetur. Það er fiskur upp um alla á og núna fer að færast meiri kraftur í göngurnar eins og gerist á þessum árstíma og haldi þetta áfram með góðum göngum af eins árs laxi eins og flestir búast við er ljóst að það verður veisla við Ytri Rangá í sumar. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði
Veiðin í Ytri Rangá fór af stað með hvelli þegar 122 löxum var landað á fyrsta veiðidegi sumarsins í ánni. Opnunarhollið lauk veiðum í gær og niðurstaðan er besta opnunarholl í Ytri Rangá frá upphafi. Samtals veiddust 255 laxar á þremur dögum sem er eins og góð holl gera á besta tíma. Í skeyti frá Jóhannesi Hinrikssyni staðarhaldara við Ytri Rangá var mikið af 90-97 sm löxum og heill hellingur af löxum sem voru 80-90 sm. Laxarnir eru virkilega vel haldnir og það er greinilegt að tveggja ára laxinn á landsvísu hefur verið á góðum fæðuslóðum í vetur. Það er fiskur upp um alla á og núna fer að færast meiri kraftur í göngurnar eins og gerist á þessum árstíma og haldi þetta áfram með góðum göngum af eins árs laxi eins og flestir búast við er ljóst að það verður veisla við Ytri Rangá í sumar.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði