Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 24. júní 2016 22:44 Bjarni Guðjónsson er í líklega eftirsóttasta starfinu í íslenskum fótbolta en því fylgir mikil pressa. vísir/anton Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Töluverð pressa er á Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, eftir tap gegn ÍA á heimavelli í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld. KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. KR hefur aðeins unnið tvo sigra í níu leikjum í deildinni í sumar og eru úr leik í bikarnum eftir 2-1 tap gegn 1. deildarliði Selfyssinga á heimavelli. Rót hefur verið á þjálfarateymi KR-inga undanfarnar vikur þar sem aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Benediktsson, hefur verið í aðalhlutverki í umfjöllun Símans í kringum Evrópumótið. Nú er Arnar Gunnlaugsson kominn inn í þjálfarateymið en það breytti litlu þegar Skagamenn komu í heimsókn í fyrradag. Fyrstu níu leikir Fram undir stjórn Bjarna í fyrra. KR hefur leikið níu deildarleik í sumar. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Bjarni var ráðinn sem þjálfari KR fyrir síðasta tímabil. Illa hafði gengið hjá Bjarna sem þjálfara Fram en Safaramýraliðið féll úr efstu deild. Í kjölfarið hætti Bjarni sem þjálfari liðsins en liðið vann sex leiki af 22 í Pepsi-deildinni undir stjórn Bjarna, gerði þrjú jafntefli og tapaði þrettán leikjum. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu þó fljótlega því KR-ingar byrjuðu vel undir stjórn Bjarna sumarið 2015. Liðið vann átta af fyrstu tólf deildarleikjunum og þóttu ansi líklegir til að fara alla leið. Liðinu gekk vel í bikarnum þar sem liðið fór alla leið í úrslit þar sem KR tapaði gegn Valsmönnum í úrslitaleik. Leikmannavetla KR undir stjórn Bjarna Guðjóns. Smellið til að stækka.Mynd/Pepsi-mörkin En eftir fyrstu tólf leikina fór að halla undan fæti og er heildartölfræðin í deildarleikjum ekki sérstök. KR hefur unnið sex af síðustu nítján leikjum. Undir stjórn Bjarna hefur KR unnið 14 deildarleiki af 31 eða rétt tæplega helming. Liðið hefur gert 9 jafntefli og tapað átta leikjum.Hörður Magnússon fór vel yfir stöðuna hjá KR í Pepsi-mörkunum í kvöld. Hann tók meðal saman hversu líkt gengi KR er í ár og gengið hjá Fram var sumarið 2014. Fram endaði á því að falla það sumar og Bjarni færði sig yfir í KR.Hér til hliðar má sjá leikmannaveltuna í Vesturbænum undir stjórn Bjarna sem Hörður tók einnig saman fyrir þátt kvöldsins og þeir Kristján Guðmundsson og Logi Ólafsson gagnrýndu í Pepsi-mörkunum í kvöld. Veltu þeir meðal annars fyrir sér hverjir tæku ákvörðun varðandi leikmannakaup. Sagði Logi vanta stefnu í þessum efnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki