Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Jóhann Óli Eiðsson á Kópavogsvelli skrifar 24. júní 2016 23:00 Hvorki leikmönnum Breiðabliks né Vals tókst að skora í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og fátt var um færi. Bæði lið fengu þó sína sénsa og hefði annað hvort liðið tekið upp á því að nýta eitt slíkt hefði það skilið á milli. En ef og hefði, hvorugt liðið skoraði og fara þau því með eitt stig á brott.Af hverju skyldu liðin jöfn? Þegar stórt er spurt. Fyrsta klukkutímann var fátt að frétta. Kristinn Ingi Halldórsson fékk algert dauðafæri eftir um tuttugu mínútna leik en annars var leikurinn tíðindalítill. Á síðasta þriðjungi leiksins lifnaði aðeins yfir honum en hvorugu liðinu tókst að nýta þá hálfsénsa sem þau sköpuðu sér. Í viðtali eftir leik sagði þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, að liðið hefði mætt í leikinn með einn punkt og ætlað sér að halda honum. Það hefur eflaust spilað inn í að liðin voru ekki að stressa sig alltof mikið að sækja og þegar það gerðist virtist vanta einhverja greddu í aðgerðirnar.Þessir stóðu upp úr Það er nokkuð erfitt að velja þá sem voru fremstir meðal jafningja í leiknum. Hafsentar beggja liða fá hrós fyrir að gefa fá færi á sér og fyrir framan varnir liðanna unnu þeir Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki, og Sindri Björnsson, Val, mjög vel. Sindri færði sig í djúpa miðjumanninn eftir að fyrirliðinn Haukur Páll fór meiddur út af og stóð sig með prýði. Að öðru leiti verður að hrósa liðunum. Það kom ekki oft fyrir að skipulag liðanna riðlaðist og ef það gerðist var alltaf einhver boðinn og búinn í hjálparvörn. Þó að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað þá eru leikmenn eflaust nokkuð sáttir með leikinn. Þó var sjónarmun léttara yfir Hlíðarendapiltum. Að endingu verður að gefa þeim áhorfendum sem mættu á völlinn hrós. Þeir áttu sínar rokur þar sem vel heyrðist í þeim og það er vel.Hvað gekk illa? Markaskorun án alls vafa. Valsmenn fengu betri færi til að setja mark sitt á leikinn en nýttu þau illa. Nikolaj Hansen komst manna næst því að skora þegar hann átti bylmingsfastan skalla sem endaði í stöng en annars fékk maður sjaldan á tilfinninguna að mark væri á leiðinni. Það er eflaust liður í umkvörtunarefninu hér á undan en hvorugt liðið náði að færa sér föst leikatriði í vil. Bæði lið fengu slatta af hornspyrnum (Breiðablik 8 - 10 Valur) og handfylli af aukaspyrnum sem ekkert varð úr. Það er síðan ekki hægt að sleppa því að nefna að skemmtanagildi leiksins var takmarkað löngum stundum. Í það minnsta frá sjónarhóli hins almenna áhorfanda. Leikmenn sjálfir og þjálfarar sjá það eflaust ekki sem löst en það hlýtur að vera ástæða til að minnast á hið hálfgerða andleysi sem einkenndi fyrsta klukkutímann.Hvað gerist næst? Hvorugt liðið hækkaði eða lækkaði í tölfunni við úrslit leiksins. Með jafnteflinu missti Breiðablik hins vegar bæði Fjölni og FH örlítið fram úr sér. Bæði lið unnu sína leiki í kvöld og eru nú þrjú stig upp í Fjölni í öðru sætinu og fjögur í FH. Fyrir neðan eru síðan Stjarnan og Víkingur Ó. bæði með fjórtán stig og leik til góða. Næsti leikur Vals er á móti ÍBV á heimavelli en liðið er með tveimur stigum meira í sjötta sætinu. Það verður að teljast líklegt að Valsmenn bjóði upp á örlítið meiri sóknarbolta í þeim leik og reyni að þoka sér upp töfluna. Á ný er nokkuð langt á milli leikja en næstu leikir liðanna eru í annarri viku júlí. Þá fá Blikar Skagamenn í heimsókn og Valsmenn taka á móti Vestmanneyingum líkt og áður hefur verið komið inn á. Ekkert annað en þrjú stig kemur til greina hjá grænklæddum í þeim leik til að halda í við hin toppliðin.Óli Jó: Ánægður að hafa ekki sömu sýn og þið „Ég er mjög ánægður að ég er ekki með sömu sýn og blaðamenn á þennan leik. Þá væri ég í veseni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir jafnteflið markalausa. Að mati landsliðsþjálfarans fyrrverandi voru Blikar líflegri „boltalega séð“ en að strákarnir hans hafi fengið gífurlega fín færi í restina. Það hafi verið svolítið sár að ná ekki að nýta þau. „Við töpuðum báðum leikjunum gegn þeim í fyrra 1-0 svo þetta er einhver framför.“ Hann segir að líkt og allir leikirnir sem hafa farið fram á meðan Evrópumótinu stendur hafi þessi leikur verið hægur. Hann kann þó engar skýringar á hvernig standi á því. „Við fórum inn í þennan leik með eitt stig þegar hann hófst og markmiðið var allan tímann að verja það með kjafti og klóm. Það tókst svo ég er þokkalega sáttur,“ sagði Ólafur.Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.Vísir/PjeturArnar Grétars: Kannski ósanngjarn samanburður við EM „Þetta var bara baráttuleikur,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks. „Það var mikið jafnræði en mér fannst við byrja síðari hálfleikinn vel og vera sterkari framan af honum.“ Það hafi breyst síðasta korterið. Þá hafi Valsararnir unnið sig inn í leikinn og átt meira í honum. „Þeir fengu tvö, þrjú fín færi sem hefðu getað fært þeim sigurinn en heilt yfir, ætli þetta séu ekki sanngjörn úrslit? Ég veit það ekki.“ Líkt og mótþjálfari sinn hafði Arnar engar skýringar á lágdeiðunni í upphafi. „Ég veit ekki hvað það er. Það eru níu dagar frá seinasta leik og það er alls ekki óeðlilega langt. Kannski er þetta bara samanburðurinn við EM.“Guðjón Pétur LýðssonGuðjón Pétur: Hefði þakkað fyrir mig pent „Mér fannst þetta virkilega skemmtilegur leikur. Svaka leikur og mikil barátta allan tímann,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson í leikslok. „Þetta voru tvö lið sem vildu ekki taka neina áhættu en lögðu samt líf og limi í leikimm. Það var mikið hlaupið, þó völlurinn væri svolítið þungur, en við hefðum átt að geta boðið upp á betri fótbolta í dag. Þegar þessi tvö lið mætast er þetta alltaf járn í járn og litlu sem munar á þeim.“ Guðjón Pétur mætti í dag sínum gömlu félögum en hann lék með Breiðabliki undanfarin þrjú tímabil. Guðjón fékk færi til að skora gegn þeim en hann náði ekki að nýta það. „Ég fékk einn séns þarna sem Davíð [Kristján Ólafsson] náði að henda sér vel fyrir. Það hefði verið gaman að setja hann þarna,“ segir Guðjón. En hefði hann fagnað markinu hefði hann skorað? „Já, klárlega. Eða nei, ætli það. Ég hefði verið kurteis og þakkað fyrir mig pent.“Arnór Sveinn Aðalsteinssonvísir/andri marinóArnór Sveinn: Sumir leikir eru oft smá skák „Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum.Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, handsamar boltann í leiknum í kvöld.Vísir/Eyþór Brexit Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Hvorki leikmönnum Breiðabliks né Vals tókst að skora í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og fátt var um færi. Bæði lið fengu þó sína sénsa og hefði annað hvort liðið tekið upp á því að nýta eitt slíkt hefði það skilið á milli. En ef og hefði, hvorugt liðið skoraði og fara þau því með eitt stig á brott.Af hverju skyldu liðin jöfn? Þegar stórt er spurt. Fyrsta klukkutímann var fátt að frétta. Kristinn Ingi Halldórsson fékk algert dauðafæri eftir um tuttugu mínútna leik en annars var leikurinn tíðindalítill. Á síðasta þriðjungi leiksins lifnaði aðeins yfir honum en hvorugu liðinu tókst að nýta þá hálfsénsa sem þau sköpuðu sér. Í viðtali eftir leik sagði þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, að liðið hefði mætt í leikinn með einn punkt og ætlað sér að halda honum. Það hefur eflaust spilað inn í að liðin voru ekki að stressa sig alltof mikið að sækja og þegar það gerðist virtist vanta einhverja greddu í aðgerðirnar.Þessir stóðu upp úr Það er nokkuð erfitt að velja þá sem voru fremstir meðal jafningja í leiknum. Hafsentar beggja liða fá hrós fyrir að gefa fá færi á sér og fyrir framan varnir liðanna unnu þeir Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki, og Sindri Björnsson, Val, mjög vel. Sindri færði sig í djúpa miðjumanninn eftir að fyrirliðinn Haukur Páll fór meiddur út af og stóð sig með prýði. Að öðru leiti verður að hrósa liðunum. Það kom ekki oft fyrir að skipulag liðanna riðlaðist og ef það gerðist var alltaf einhver boðinn og búinn í hjálparvörn. Þó að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað þá eru leikmenn eflaust nokkuð sáttir með leikinn. Þó var sjónarmun léttara yfir Hlíðarendapiltum. Að endingu verður að gefa þeim áhorfendum sem mættu á völlinn hrós. Þeir áttu sínar rokur þar sem vel heyrðist í þeim og það er vel.Hvað gekk illa? Markaskorun án alls vafa. Valsmenn fengu betri færi til að setja mark sitt á leikinn en nýttu þau illa. Nikolaj Hansen komst manna næst því að skora þegar hann átti bylmingsfastan skalla sem endaði í stöng en annars fékk maður sjaldan á tilfinninguna að mark væri á leiðinni. Það er eflaust liður í umkvörtunarefninu hér á undan en hvorugt liðið náði að færa sér föst leikatriði í vil. Bæði lið fengu slatta af hornspyrnum (Breiðablik 8 - 10 Valur) og handfylli af aukaspyrnum sem ekkert varð úr. Það er síðan ekki hægt að sleppa því að nefna að skemmtanagildi leiksins var takmarkað löngum stundum. Í það minnsta frá sjónarhóli hins almenna áhorfanda. Leikmenn sjálfir og þjálfarar sjá það eflaust ekki sem löst en það hlýtur að vera ástæða til að minnast á hið hálfgerða andleysi sem einkenndi fyrsta klukkutímann.Hvað gerist næst? Hvorugt liðið hækkaði eða lækkaði í tölfunni við úrslit leiksins. Með jafnteflinu missti Breiðablik hins vegar bæði Fjölni og FH örlítið fram úr sér. Bæði lið unnu sína leiki í kvöld og eru nú þrjú stig upp í Fjölni í öðru sætinu og fjögur í FH. Fyrir neðan eru síðan Stjarnan og Víkingur Ó. bæði með fjórtán stig og leik til góða. Næsti leikur Vals er á móti ÍBV á heimavelli en liðið er með tveimur stigum meira í sjötta sætinu. Það verður að teljast líklegt að Valsmenn bjóði upp á örlítið meiri sóknarbolta í þeim leik og reyni að þoka sér upp töfluna. Á ný er nokkuð langt á milli leikja en næstu leikir liðanna eru í annarri viku júlí. Þá fá Blikar Skagamenn í heimsókn og Valsmenn taka á móti Vestmanneyingum líkt og áður hefur verið komið inn á. Ekkert annað en þrjú stig kemur til greina hjá grænklæddum í þeim leik til að halda í við hin toppliðin.Óli Jó: Ánægður að hafa ekki sömu sýn og þið „Ég er mjög ánægður að ég er ekki með sömu sýn og blaðamenn á þennan leik. Þá væri ég í veseni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir jafnteflið markalausa. Að mati landsliðsþjálfarans fyrrverandi voru Blikar líflegri „boltalega séð“ en að strákarnir hans hafi fengið gífurlega fín færi í restina. Það hafi verið svolítið sár að ná ekki að nýta þau. „Við töpuðum báðum leikjunum gegn þeim í fyrra 1-0 svo þetta er einhver framför.“ Hann segir að líkt og allir leikirnir sem hafa farið fram á meðan Evrópumótinu stendur hafi þessi leikur verið hægur. Hann kann þó engar skýringar á hvernig standi á því. „Við fórum inn í þennan leik með eitt stig þegar hann hófst og markmiðið var allan tímann að verja það með kjafti og klóm. Það tókst svo ég er þokkalega sáttur,“ sagði Ólafur.Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.Vísir/PjeturArnar Grétars: Kannski ósanngjarn samanburður við EM „Þetta var bara baráttuleikur,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks. „Það var mikið jafnræði en mér fannst við byrja síðari hálfleikinn vel og vera sterkari framan af honum.“ Það hafi breyst síðasta korterið. Þá hafi Valsararnir unnið sig inn í leikinn og átt meira í honum. „Þeir fengu tvö, þrjú fín færi sem hefðu getað fært þeim sigurinn en heilt yfir, ætli þetta séu ekki sanngjörn úrslit? Ég veit það ekki.“ Líkt og mótþjálfari sinn hafði Arnar engar skýringar á lágdeiðunni í upphafi. „Ég veit ekki hvað það er. Það eru níu dagar frá seinasta leik og það er alls ekki óeðlilega langt. Kannski er þetta bara samanburðurinn við EM.“Guðjón Pétur LýðssonGuðjón Pétur: Hefði þakkað fyrir mig pent „Mér fannst þetta virkilega skemmtilegur leikur. Svaka leikur og mikil barátta allan tímann,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson í leikslok. „Þetta voru tvö lið sem vildu ekki taka neina áhættu en lögðu samt líf og limi í leikimm. Það var mikið hlaupið, þó völlurinn væri svolítið þungur, en við hefðum átt að geta boðið upp á betri fótbolta í dag. Þegar þessi tvö lið mætast er þetta alltaf járn í járn og litlu sem munar á þeim.“ Guðjón Pétur mætti í dag sínum gömlu félögum en hann lék með Breiðabliki undanfarin þrjú tímabil. Guðjón fékk færi til að skora gegn þeim en hann náði ekki að nýta það. „Ég fékk einn séns þarna sem Davíð [Kristján Ólafsson] náði að henda sér vel fyrir. Það hefði verið gaman að setja hann þarna,“ segir Guðjón. En hefði hann fagnað markinu hefði hann skorað? „Já, klárlega. Eða nei, ætli það. Ég hefði verið kurteis og þakkað fyrir mig pent.“Arnór Sveinn Aðalsteinssonvísir/andri marinóArnór Sveinn: Sumir leikir eru oft smá skák „Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum.Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, handsamar boltann í leiknum í kvöld.Vísir/Eyþór
Brexit Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti