Stjarnan vann sinn fyrsta deildarsigur síðan 12. maí þegar ÍBV kom í heimsókn á Samsung-völlinn í kvöld.
Arnar Már Björgvinsson skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu en Stjörnumenn misstu Guðjón Baldvinsson af velli með rautt spjald í uppbótartíma.
„Mér sýndist Eyjamaðurinn hanga í honum og hann var að reyna að rífa sig lausan. Ég sá þetta ekki nógu vel en mér sýndist það vera málið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, eftir leik.
„Hann slengir hendinni út en það voru verri brot í leiknum heldur þetta,“ bætti Brynjar við en Guðjóni var bannað að koma í viðtal eftir leik.
Stjörnumenn voru ósáttir við störf Þorvaldar Árnasonar í kvöld og vildu fá rautt spjald á Jón Ingason sem virtist toga Ævar Inga Jóhannesson niður þegar hann var kominn einn í gegn. Í kjölfarið var Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sendur upp í stúku.
„Við erum ekkert í því að heimta rauð spjöld út um allan völl en þegar það er hangið í leikmanni sem er kominn í gegn þá er það rautt spjald samkvæmt reglunum,“ sagði Brynjar sem sá batamerki á leik Stjörnunnar í kvöld eftir erfitt gengi að undanförnu.
„Við skoruðum gott mark eftir fína pressu. Þetta var baráttuleikur og þess vegna komu nokkur gul spjöld. Við þurftum á sigri að halda og þetta voru kærkomin þrjú stig,“ sagði Brynjar en hver var mesti munurinn á þessum leik og síðustu þremur sem allir töpuðust.
„Hugarfarið, menn núllstilltu sig meðan pásan var og við fórum aðeins yfir stöðuna. Við þurfum að mæta 100% til leiks í alla leiki,“ sagði Brynjar Björn að lokum.
Brynjar Björn um rauða spjaldið: Það voru verri brot en þetta í leiknum
Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti





Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn