Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2016 16:09 Flott veiði úr Hólsá Mynd: www.holsa.is Hólsá er neðsti parturinn af því vatnasvæði þar sem Ytri Rangá og Eystri Rangá sameinast. Austurbakkinn og það svæði sem tilheyrir honum núna var á sínum tíma kallað "núllið" en það var ekki vegna slælegra aflabragða en við vitum satt að segja ekki af hverju þessi nafngift kom til. Svæðið í dag nær frá ósum upp austurbakka Hólsár og að bænum Ármóti en fyrir aftan bæjarhlaðið er besti veiðistaðurinn á svæðinu. Veiðimenn eru rétt farnir að kíkja með flugurnar í ánna og það er strax búið að bóka 50 laxa. Þarna fer mikið af laxi í gegn á leið sinni upp í Eystri Rangá en þetta er ásamt góðri laxveiði magnað sjóbirtingssvæði. Það er ekki óalgengt að sjá 10-15 punda sjóbirtinga í aflanum og eins og veiðimenn þekkja þá eru mikil læti í sjóbirting af þessari stærð. Heildarveiðin í fyrra var 700 laxar en hún hófst mun seinna en núna og ljóst að ef þetta er byrjunin þá verður veiðin vafalaust góð í sumar. Mest lesið Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði
Hólsá er neðsti parturinn af því vatnasvæði þar sem Ytri Rangá og Eystri Rangá sameinast. Austurbakkinn og það svæði sem tilheyrir honum núna var á sínum tíma kallað "núllið" en það var ekki vegna slælegra aflabragða en við vitum satt að segja ekki af hverju þessi nafngift kom til. Svæðið í dag nær frá ósum upp austurbakka Hólsár og að bænum Ármóti en fyrir aftan bæjarhlaðið er besti veiðistaðurinn á svæðinu. Veiðimenn eru rétt farnir að kíkja með flugurnar í ánna og það er strax búið að bóka 50 laxa. Þarna fer mikið af laxi í gegn á leið sinni upp í Eystri Rangá en þetta er ásamt góðri laxveiði magnað sjóbirtingssvæði. Það er ekki óalgengt að sjá 10-15 punda sjóbirtinga í aflanum og eins og veiðimenn þekkja þá eru mikil læti í sjóbirting af þessari stærð. Heildarveiðin í fyrra var 700 laxar en hún hófst mun seinna en núna og ljóst að ef þetta er byrjunin þá verður veiðin vafalaust góð í sumar.
Mest lesið Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði