Safnar fyrir útgáfu á vínylplötu Stefán Þór hjartarson skrifar 30. júní 2016 10:15 Gauti safnar þessa dagana fyrir útgáfu á vínylplötu en þær þykja oft eigulegri gripir en geisladiskar. Mynd/Eygló Gísladóttir „Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði. Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði.
Tónlist Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira