Íslenska karlalandsliðið í golfi tryggði sér í dag sæti í efstu deild EM áhugamanna á næsta ári með stórsigri, 6-1, á Slóveníu í undanúrslitum 2. deildar í Lúxemborg.
Ísland leikur gegn Wales eða Tékklandi í úrslitum á morgun.
Þrjú efstu liðin úr þessari deild komast í efstu deild og eftir sigurinn í dag er öruggt að Ísland keppir á meðal þeirra bestu á næsta ári.
Íslenska liðið skipa þeir Gísli Sveinbergsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Egill Gunnarsson, Arnór Snær Júlíusson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson. Þjálfari er Birgir Leifur Hafþórsson.
