Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2016 09:00 Laxateljari við fossinn Skugga í Langá á Mýrum Laxgengd í árnar á þessu sumri er með besta móti og það er athyglisvert að sjá hver munurinn er á milli ára. Það eru laxateljarar í nokkrum ám á Íslandi og þeir gefa mikið af upplýsingum um laxgengd og stærð laxa sem í árnar ganga. Sumarið í fyrra var mjög gott í alla staði og sumarið núna fer betur af stað og þetta er hægt að sýna fram á með gögnum úr Laxateljurnum. Langá á Mýrum er svolítið sérstök hvað þetta varðar með tvo teljara í ánni. Fyrsti teljarinn er við fossinn Skugga og annar teljarinn við Fossinn Sveðjufoss. Sveðjufoss er með öllu ólaxgengur en laxinn kemst upp Skugga þegar áin er ekki of vatnsmikil og það virðist vera nokkuð misjafnt á milli ára hversu stór hluti göngunnar fer fossinn en almennt er talið að það sé um 10-20%. Það er lítið mál að sjá hvað veiðiálagið er hátt fyrir ofan Sveðjufoss en það er einfaldlega gert þannig að draga veidda laxa frá þeim fjölda sem gekk. Útreikningurinn á veiðiálagi milli teljara eða í heild ofan við Skugga verður alltaf með smá skekkju vegna þeirra laxa sem fara fossinn. Sumarið 2015 gengu 6.617 laxar upp teljarann við SKugga og í heild veiddust 2.616 laxar í ánni í heild. Nú skulum við aðeins skoða samaburðinn á milli ára. 5. júlí var staðan í teljaranum við Skugga 300 laxar og í teljaranum við Sveðjufoss 23 laxar. 10. júlí var svo staðan í Skugga orðin 818 laxar en þarna var stórstreymt og góður kraftur í göngunum. Á þessu ári er staðan nokkuð önnur staðan í teljaranum 7. júlí var 1.695 laxar og göngurnar virðast nokkuð stöðugar. Sem sagt um helmingi meiri ganga í ánna heldur en á ári sem gaf 2.616 laxa. Það er hægt að sjá gönguupplýsingar úr nokkrum ám á vef frá fyrirtækinu Vaki ehf www.riverwathcer.is þar á meðal er teljarinn í Glanna við Norðurá og teljarinn í Gljúfurá en samkvæmt þeim eru 304 komnir í Gljúfurá sem er mun betra en á sama tíma í fyrra og 897 laxar upp Glanna í Norðurá og þar fer einnig nokkur fjöldi alltaf um fossinn sjálfan en þetta er líka hærri tala en í fyrra svo það er greinilega að það er samhljómur í þessum mælingum. Laxgengd er svo sannarlega betri en á góða laxveiðiárinu 2015 og vonandi verða góðar göngur áfram. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Laxgengd í árnar á þessu sumri er með besta móti og það er athyglisvert að sjá hver munurinn er á milli ára. Það eru laxateljarar í nokkrum ám á Íslandi og þeir gefa mikið af upplýsingum um laxgengd og stærð laxa sem í árnar ganga. Sumarið í fyrra var mjög gott í alla staði og sumarið núna fer betur af stað og þetta er hægt að sýna fram á með gögnum úr Laxateljurnum. Langá á Mýrum er svolítið sérstök hvað þetta varðar með tvo teljara í ánni. Fyrsti teljarinn er við fossinn Skugga og annar teljarinn við Fossinn Sveðjufoss. Sveðjufoss er með öllu ólaxgengur en laxinn kemst upp Skugga þegar áin er ekki of vatnsmikil og það virðist vera nokkuð misjafnt á milli ára hversu stór hluti göngunnar fer fossinn en almennt er talið að það sé um 10-20%. Það er lítið mál að sjá hvað veiðiálagið er hátt fyrir ofan Sveðjufoss en það er einfaldlega gert þannig að draga veidda laxa frá þeim fjölda sem gekk. Útreikningurinn á veiðiálagi milli teljara eða í heild ofan við Skugga verður alltaf með smá skekkju vegna þeirra laxa sem fara fossinn. Sumarið 2015 gengu 6.617 laxar upp teljarann við SKugga og í heild veiddust 2.616 laxar í ánni í heild. Nú skulum við aðeins skoða samaburðinn á milli ára. 5. júlí var staðan í teljaranum við Skugga 300 laxar og í teljaranum við Sveðjufoss 23 laxar. 10. júlí var svo staðan í Skugga orðin 818 laxar en þarna var stórstreymt og góður kraftur í göngunum. Á þessu ári er staðan nokkuð önnur staðan í teljaranum 7. júlí var 1.695 laxar og göngurnar virðast nokkuð stöðugar. Sem sagt um helmingi meiri ganga í ánna heldur en á ári sem gaf 2.616 laxa. Það er hægt að sjá gönguupplýsingar úr nokkrum ám á vef frá fyrirtækinu Vaki ehf www.riverwathcer.is þar á meðal er teljarinn í Glanna við Norðurá og teljarinn í Gljúfurá en samkvæmt þeim eru 304 komnir í Gljúfurá sem er mun betra en á sama tíma í fyrra og 897 laxar upp Glanna í Norðurá og þar fer einnig nokkur fjöldi alltaf um fossinn sjálfan en þetta er líka hærri tala en í fyrra svo það er greinilega að það er samhljómur í þessum mælingum. Laxgengd er svo sannarlega betri en á góða laxveiðiárinu 2015 og vonandi verða góðar göngur áfram.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði