Fyrsti stórleikur sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í fyrra 1-0. vísir/ernir Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira