Kynnir eldfjallaeyjuna í bókum og blöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2016 11:00 "Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við,“ segir Janina. Fréttablaðið/Stefán Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp