Austurbakki Hólsár er að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2016 09:00 Stórlax úr Hólsá Eystri Rangá er komin yfir 1.000 laxa og það veiðist feykna vel í henni allri þessa dagana. Þar með talið er neðsta svæðið í ánni og það sem tekur við þegar áin sameinast Ytri Rangá og kallast þar eftir Hólsá. Veiðin þar er í takt við önnur svæði í Eystri Rangá en hátt í annað hundrað laxar hafa komið þar á land frá opnun og mest af því er fallegur tveggja ára lax. Laxinn veiðist alveg frá neðsta svæðinu sem er á móti Borg við vesturbakkann, og niður að ós en þar að auki við laxinn er oft töluvert veiði á sjóbirting og hann getur oft verið mjög vænn. Það hefur gengið vel hjá þeim hópum sem hafa veitt í Hólsá og þar sem tímabilið er rétt að byrja lítur þetta vel út með framhaldið. Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði
Eystri Rangá er komin yfir 1.000 laxa og það veiðist feykna vel í henni allri þessa dagana. Þar með talið er neðsta svæðið í ánni og það sem tekur við þegar áin sameinast Ytri Rangá og kallast þar eftir Hólsá. Veiðin þar er í takt við önnur svæði í Eystri Rangá en hátt í annað hundrað laxar hafa komið þar á land frá opnun og mest af því er fallegur tveggja ára lax. Laxinn veiðist alveg frá neðsta svæðinu sem er á móti Borg við vesturbakkann, og niður að ós en þar að auki við laxinn er oft töluvert veiði á sjóbirting og hann getur oft verið mjög vænn. Það hefur gengið vel hjá þeim hópum sem hafa veitt í Hólsá og þar sem tímabilið er rétt að byrja lítur þetta vel út með framhaldið.
Mest lesið Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði