Golf

Signý valdi svo sannarlega tímann til að fara holu í höggi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Signý var að vonum ánægð með ásinn.
Signý var að vonum ánægð með ásinn.
Landsliðskonan Signý Arnórsdóttir var í banastuði í rjómablíðunni á Urriðavelli í dag og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Vettvangurinn var ekki ónýtur en þar fer fram Evrópumót kvennalandsliða í golfi.

Signý fékk ásinn á þrettándu holu vallarins sem er par þrjú hola. Hún sló með fimm járni en holan er um 160 metra löng. Boltinn lenti á miðri flöt og rann svo niður brekkuna í flötinni á hárréttri línu og í miðja holu við mikinn fögnuð nærstaddra.

Þetta er í fyrsta skipti sem Signý fer holu í höggi en hún spilaði hringinn á þremur undir pari sem er einn besti hringur mótsins. Bætti hún sig um þrettán högg á milli daga en fyrsti hringurinn var leikinn í gær.

Að neðan má sjá myndband frá fögnuðinum en Signý reif upp pútterinn þegar á flötina var komið, af gömlum vana. 


Tengdar fréttir

EM kvenna sett í kvöld

Stærsta alþjóðlega golfmótið sem hefur verið haldið á Íslandi verður sett í kvöld.

Misjafnt gengi á fyrsta degi á EM

Íslensku keppendurnir á EM kvennalandsliða í golfi hafa lokið keppni í dag. Leikið er á Urriðavelli en mótinu lýkur á laugardaginn.

Það er allt of gott veður

Evrópumót kvennalandsliða í golfi hefst á Urriðavelli í dag. Þetta er stærsta alþjóðlega golfmót sem hefur verið haldið á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, setur markið hátt fyrir mótið stóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×