Að þessu sinni stoppaði Ólafur við á Önundarfirði þar sem frænka hans Dagný Arnalds vinnur sem organisti í Flateyrarkirkju og á Holti. Lagið sem þau unnu saman var hljóðritað í kirkjunni og er hljóðrænn minnisvarði um þá sem létust í snjóflóði þar árið 1995.
Myndbandið má sjá hér fyrir ofan.

Á hverjum mánudegi í sumar kemur út nýtt lag og myndband á síðunni Islandsongs.is sem og á Youtube. Verkefnið á að veita innsýn inn í íslenska tónlistarsköpun um allt landið. Lögin verða í heildina sjö talsins og eru því fimm lög eftir.
Á hverjum stað velur Ólafur einhvern tónlistarmann sem honum hefur langað til þess að vinna með.
Í síðustu viku kom út lagið Árbakkinn sem Ólafur vann með Einari Georg á Hvammstanga. Það má sjá hér fyrir neðan.
Lögin af Island Songs eru gefin út á öllum helstu stafrænum tónlistarveitum samdægurs og myndböndin.