Besti kylfingur heims, Jason Day, missti flugið á lokadegi Bridgestone boðsmótsins og Dustin Johnson nýtti sér það til fullnustu.
Johnson lék á 66 höggum, eða fjórum undir pari, á lokadeginum og komst þar með fram úr Day og Scott Piercy sem varð annar, höggi á eftir Johnson.
Day fékk skolla á 15. holu og svo tvöfaldan skolla á þeirri 16. Það var of mikið og hann endaði þrem höggum á eftir Johnson.
Johnson er á mikilli siglingu þessa dagana en hann er nýbúinn að vinna US Open.
Johnson vann Bridgestone
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn





Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti


