Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, gaf ekki kost á sér í viðtöl eftir 2-3 tap gegn ÍBV í dag en hann sendi aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl þess í stað.
Blikar komust 2-0 yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks en glutruðu forskotinu frá sér á aðeins tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.
Fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks bað blaðamenn um að hinkra eftir leik því Arnar myndi ávarpa liðið fyrst en Arnar baðst undan viðtali eftir leik og sendi aðstoðarþjálfarann í viðtöl þess í stað.

