Besta opnun Stóru Laxár fyrr og síðar Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2016 13:00 Árni Baldursson sleppir laxi við opnun Stóru Laxár Opnunarhollin hafa lokið veiðum í Stóru Laxá og þegar tölurnar eru gerðar upp er ljóst að um bestu opnun í ánni er að ræða. Samtals var veiðin af öllum svæðum 73 laxar á tveimur og hálfum dögum og það hefur aldrei áður verið viðlíka veiði í Stóru Laxá fyrstu dagana, ekki einu sinni nálægt því. Árni Baldursson sagði í samtali við Veiðivísi í morgun að mikil ferð hefði verið á laxinum síðustu vaktina og veiðistaðir á svæðum 1 og 2 þar sem mikið af laxi lá fyrstu vaktirnar hefðu verið tómir þegar leið á og urðu veiðimenn varir við að laxinn var að ganga af mikilli ferð upp á efri svæðin. "Þetta var alveg meiriháttar opnun og gaman að sjá hvað það var mikið af fiski og við sáum laxa á eiginlega öllum stöðum" sagði Árni Baldursson í morgun. "Það skemmtilegasta við þetta er samt hvað stærðin á löxunum var góð. Við vorum með 102 sm lax stærstan og marga 85-95 sm. Við erum eiginlega bara þreytt í höndunum eftir þessi átök" bætti Árni við en hann er nú á leiðinni í Hofsá og munum við örugglega fá fréttir frá honum að austan en Hofsá átti ágætis opnun í vikunni. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Opnunarhollin hafa lokið veiðum í Stóru Laxá og þegar tölurnar eru gerðar upp er ljóst að um bestu opnun í ánni er að ræða. Samtals var veiðin af öllum svæðum 73 laxar á tveimur og hálfum dögum og það hefur aldrei áður verið viðlíka veiði í Stóru Laxá fyrstu dagana, ekki einu sinni nálægt því. Árni Baldursson sagði í samtali við Veiðivísi í morgun að mikil ferð hefði verið á laxinum síðustu vaktina og veiðistaðir á svæðum 1 og 2 þar sem mikið af laxi lá fyrstu vaktirnar hefðu verið tómir þegar leið á og urðu veiðimenn varir við að laxinn var að ganga af mikilli ferð upp á efri svæðin. "Þetta var alveg meiriháttar opnun og gaman að sjá hvað það var mikið af fiski og við sáum laxa á eiginlega öllum stöðum" sagði Árni Baldursson í morgun. "Það skemmtilegasta við þetta er samt hvað stærðin á löxunum var góð. Við vorum með 102 sm lax stærstan og marga 85-95 sm. Við erum eiginlega bara þreytt í höndunum eftir þessi átök" bætti Árni við en hann er nú á leiðinni í Hofsá og munum við örugglega fá fréttir frá honum að austan en Hofsá átti ágætis opnun í vikunni.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði