Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2016 14:30 Júlíus Bjarni og félagar eru að gera gott mót á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Mynd: EÖF Veiðar hófust á svæðinu kenndu við Nes í Laxá í Aðaldal og staðan þar er í takt við annað sem við höfum fréttir af á landinu á þessu tímabili. Félagarnir Júlíus Bjarni Bjarnason og Elvar Örn Friðriksson eru staddir við bakka Laxá og það er óhætt að segja að veiðin hjá þeim hafi gengið vel. "Við erum búnir að fá þrjá laxa, 93 sm lax í Knútsstaðatúni, 96 sm lax í Höfuðhyl og svo tók Elvar 101 sm tröll á Lönguflúð." sagði Júlíus Bjarni Júlíusson þegar við heyrðum í honum í morgun af bökkum Laxár. Veiðimenn og staðarhaldarar eru klárir á því að það hafi sjaldan séð jafn mikin lax svona snemma á svæðinu og það er augljóst að töluvert af þessum stórlaxi sem er að veiðast núna er búinn að vera tvær til þrjár vikur í ánni, það sést vel á litarhafi og að laxinn hefur fellt allt sitt sjávarhreistur af sér. Samtals eru komnir sextán laxar á land af svæðinu við Nes og besti tíminn í ánni er auðvitað framundan svo það verður gaman að sjá hvort stóru laxarnir sem hafa einkennt þetta svæði verði ekki áberandi í báráttum veiðimanna í sumar. Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði
Veiðar hófust á svæðinu kenndu við Nes í Laxá í Aðaldal og staðan þar er í takt við annað sem við höfum fréttir af á landinu á þessu tímabili. Félagarnir Júlíus Bjarni Bjarnason og Elvar Örn Friðriksson eru staddir við bakka Laxá og það er óhætt að segja að veiðin hjá þeim hafi gengið vel. "Við erum búnir að fá þrjá laxa, 93 sm lax í Knútsstaðatúni, 96 sm lax í Höfuðhyl og svo tók Elvar 101 sm tröll á Lönguflúð." sagði Júlíus Bjarni Júlíusson þegar við heyrðum í honum í morgun af bökkum Laxár. Veiðimenn og staðarhaldarar eru klárir á því að það hafi sjaldan séð jafn mikin lax svona snemma á svæðinu og það er augljóst að töluvert af þessum stórlaxi sem er að veiðast núna er búinn að vera tvær til þrjár vikur í ánni, það sést vel á litarhafi og að laxinn hefur fellt allt sitt sjávarhreistur af sér. Samtals eru komnir sextán laxar á land af svæðinu við Nes og besti tíminn í ánni er auðvitað framundan svo það verður gaman að sjá hvort stóru laxarnir sem hafa einkennt þetta svæði verði ekki áberandi í báráttum veiðimanna í sumar.
Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði