Rauf bandaríska einokun með sögulegri frammistöðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2016 06:00 Henrik Stenson kyssir Silfurkönnuna á Royal Troon-vellinum í Skotlandi eftir sigurinn sögulega þar sem hann bætti tvö stærstu metin á Opna breska. vísir/Getty Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson varð í gær fyrsti sænski karlinn sem vinnur risamót í golfi en hann hafði betur á Opna breska meistaramótinu í mögnuðu einvígi gegn Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Pútterinn hjá Stenson var svo heitur að það sætir furðu að maðurinn þyrfti ekki ofnhanska til að halda um hann á Royal Troon-vellinum í Skotlandi í gær. Stenson fór lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari og kláraði hringina fjóra á 264 höggum eða 20 höggum undir pari. Þetta er einfaldlega besta frammistaða sögunnar á þessu virtasta og stærsta risamóti hvers árs. Svíinn bætti 16 ára gamalt met Tigers Woods sem vann Opna breska á 19 höggum undir pari árið 2000 og einnig eru þetta fæstu högg í sögunni en metið átti Ástralinn Greg Norman. Hann vann Opna breska á 267 höggum árið 1993.Spilaði fyrir látinn vin sinn Tilfinningarnar voru við það að bera Stenson ofurliði þegar hann tileinkaði sigurinn góðvini sínum Mike Gerbich, 74 ára gömlum Bandaríkjamanni sem lést á miðvikudaginn, degi áður en Opna breska meistaramótið hófst. Stenson spilaði með sorgarband á fyrsta degi til minningar um þennan mikla vin sinn sem hann kynntist í Dúbaí. „Ég missti góðan vin á miðvikudaginn sem barðist við krabbamein. Hann var með mér alla vikuna. Þetta er fyrir Mike,“ sagði Stenson er hann kyssti Silfurkönnuna, sigurlaunin á Opna breska, og hóf hana á loft í minningu vinar síns.Rauf bandaríska einokun Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn röðuðu sér mjög snemma á mótinu í öll efstu sætin og að hinn bandaríski Phil Mickelson væri í baráttunni til síðustu holu. Bandaríkjamönnum hefur nefnilega liðið mjög vel á Royal Troon-vellinum. Í síðustu fimm skipti fyrir síðustu helgi sem spilað var á vellinum bar Bandaríkjamaður sigur úr býtum. Síðast vann Todd Hamilton Opna breska þegar það fór fram á Royal Troon en síðasti kylfingurinn sem er ekki frá Bandaríkjunum til að vinna Opna breska á Royal Troon á undan Stenson var Suður-Afríkumaðurinn Bobby Locke. Stenson kom fram smá hefndum í gær en hann og Mickelson börðust um sigurinn á Opna breska fyrir þremur árum. Þá hafði sá bandaríski betur. Nú var komið að þeim sænska. tomas@365.is
Golf Tengdar fréttir Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34 Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30 Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Bætti sextán ára gamalt met Tiger og 23 ára gamalt met Norman Kylfingurinn Henrik Stenson skrifaði sig í sögubækurnar er hann varð fyrsti sænski kylfingurinn til að vinna eitt af risamótunum í golfi en hann bætti með því 16 ára gamalt met Tiger Woods og 23 ára gamalt met Greg Norman. 17. júlí 2016 17:34
Henrik Stenson fyrsti Svíinn sem vinnur risamót Bætti tvö stærstu metin á opna breska meistaramótinu á leið sinni að sínum fyrsta sigri á risamóti. 17. júlí 2016 17:30
Stenson kyssti könnuna og tileinkaði sigurinn vini sínum sem lést rétt fyrir mót Svíinn missti góðan vin daginn fyrir opna breska meistaramótið. 17. júlí 2016 17:59