Íslenski boltinn

KA vann baráttuna um Akureyri | Markalaust í Keflavík

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Norðanmenn stefna hraðbyri upp í Pepsi-deild með þessu áframhaldi.
Norðanmenn stefna hraðbyri upp í Pepsi-deild með þessu áframhaldi. Vísir/stefán
Elfar Árni Aðalsteinsson var hetja KA-manna í 1-0 sigri á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í dag en Elfar Árni skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.

Heimamenn í KA hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur og voru með fimm stiga forskot á Grindavík fyrir elleftu umferðina sem hófst í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Elfar Árni kom KA yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf Hallgríms Steingrímssonar í netið af stuttu færi.

Sex mínútum var bætt við undir lok leiksins en Þórsurum tókst ekki að jafna metin í tæka tíð og fögnuðu heimamenn sigrinum af miklum krafti að leikslokum.

Í seinasta leik dagsins skildu Keflavík og Leiknir Reykjavík jöfn í Keflavík 0-0 en það var fátt um fína drætti í leiknum.

Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, fékk sitt seinna gula spjald undir lok leiksins en tíu Breiðhyltingum tókst að halda stiginum í uppbótartíma.

Úrslit dagsins:

KA 1-0 Þór

Keflavík 0-0 Leiknir R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×