Langá full af laxi en takan getur verið treg Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2016 13:00 Glanni í Langá Veiðin hefur verið góð það sem af er sumri í Langá á Mýrum en það er sama sagan þar og víðar á landinu. Takan suma dagana dettur ansi mikið niður eftir hádegi en sem betur fer eru morgnarnir í ánni góðir. Það er nokkuð algengt af morgunvaktin sé að skila 20-25 löxum á land og almennt eru flestir veiðimenn í mikilli töku og missa laxa eins og gengur og gerist. Síðari vaktin aftur á móti hefur verið afskaplega róleg og stangirnar tólf sem veiða ánna yfirleitt í 5-10 löxum á seinni vakt og tökurnar eru sára fáar. Það er gott vatn í ánni og hún er ekki of heit. Þegar það eru heitir sólardagar er það auðvitað vel þekkt að takan dettur niður en t.d. í dag þegar það er skýjað og allar aðstæður hinar bestu er takan bara dottin niður eftir hádegið. Ekki er það laxleysið því teljarinn við Skugga stendur í 2.000 löxum og síðustu daga fer greinilega mikið af laxi upp fossinn sjálfan en ekki laxastigann þar sem áin er í góðu vatni. Laxinn hefur straujað í gegnum neðstu staðina og staldrar fyrst við á eyrunum ofan við Kattarfossgljúfur. Þar fyrir ofan eru allir þekktir veiðistaðir meira og minna fullir af laxi. Bestu veiðina á kvöldvaktinni í dag gerði veiðimaður sem skaust uppí Ármót sem er efsti veiðistaðurinn í Langá. Þar tók hann fjóra laxa, þrjá dæmigerða eins árs laxa og einn 85 sm. Þar að auki tók hann tveir rígvænar bleikjur og urriða. Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Veiðin hefur verið góð það sem af er sumri í Langá á Mýrum en það er sama sagan þar og víðar á landinu. Takan suma dagana dettur ansi mikið niður eftir hádegi en sem betur fer eru morgnarnir í ánni góðir. Það er nokkuð algengt af morgunvaktin sé að skila 20-25 löxum á land og almennt eru flestir veiðimenn í mikilli töku og missa laxa eins og gengur og gerist. Síðari vaktin aftur á móti hefur verið afskaplega róleg og stangirnar tólf sem veiða ánna yfirleitt í 5-10 löxum á seinni vakt og tökurnar eru sára fáar. Það er gott vatn í ánni og hún er ekki of heit. Þegar það eru heitir sólardagar er það auðvitað vel þekkt að takan dettur niður en t.d. í dag þegar það er skýjað og allar aðstæður hinar bestu er takan bara dottin niður eftir hádegið. Ekki er það laxleysið því teljarinn við Skugga stendur í 2.000 löxum og síðustu daga fer greinilega mikið af laxi upp fossinn sjálfan en ekki laxastigann þar sem áin er í góðu vatni. Laxinn hefur straujað í gegnum neðstu staðina og staldrar fyrst við á eyrunum ofan við Kattarfossgljúfur. Þar fyrir ofan eru allir þekktir veiðistaðir meira og minna fullir af laxi. Bestu veiðina á kvöldvaktinni í dag gerði veiðimaður sem skaust uppí Ármót sem er efsti veiðistaðurinn í Langá. Þar tók hann fjóra laxa, þrjá dæmigerða eins árs laxa og einn 85 sm. Þar að auki tók hann tveir rígvænar bleikjur og urriða.
Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði